Malala dúxaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2015 15:38 Malala Yousafzai hefur orðið mörgum mikil hvatning. Vísir/Getty Hinni 18 ára gamla baráttukona, Malala Yousafzai, yngsta einstaklingnum til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, gekk alveg einstaklega vel á lokaprófum sínum í Bretlandi, svokölluðum GCSE-prófum, sem fram fóru fyrr á árinu. Malala gengur í skóla í Birmingham og fékk A* einkunn í líffræði, efnafræði, eðlisfræði og trúarbragðafræði. Í sögu, landafræði, ensku og enskum bókmenntum fékk Malala einkunina A. Malala hefur helgað líf sitt að því að berjast fyrir því því að ungar stúlkur fái aukin aðgang að menntun. GCSE-prófin eru stöðluð lokapróf sem flestir nemendur í Englandi, Wales og N-Írlandi þreyta á lokaári skyldumenntunar sinnar. Gefnar eru einkunir á skalanum A*-G.Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2014Vísir/GettyKomst lífs af eftir að hafa verið skotin í hausinn af Talíbönum Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“ Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. 5. ágúst 2015 07:00 Mennirnir sem réðust á Malölu í lífstíðarfangelsi Tíu menn sem talið er að hafi skipulagt árás á Malölu Yousafzai árið 2012 voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi. 1. maí 2015 12:00 Gefur pakistönskum stúlkum kjark til að læra Baráttukonan unga Malala Yousafza hefur með hugrekki sínu veitt pakistönskum stúlkum kjark til að sækjast eftir menntun. 12. júlí 2013 20:34 Til hamingju Malala! 11. október 2014 00:01 Stúlka sem breytir heiminum Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. 17. október 2012 06:00 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Hinni 18 ára gamla baráttukona, Malala Yousafzai, yngsta einstaklingnum til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, gekk alveg einstaklega vel á lokaprófum sínum í Bretlandi, svokölluðum GCSE-prófum, sem fram fóru fyrr á árinu. Malala gengur í skóla í Birmingham og fékk A* einkunn í líffræði, efnafræði, eðlisfræði og trúarbragðafræði. Í sögu, landafræði, ensku og enskum bókmenntum fékk Malala einkunina A. Malala hefur helgað líf sitt að því að berjast fyrir því því að ungar stúlkur fái aukin aðgang að menntun. GCSE-prófin eru stöðluð lokapróf sem flestir nemendur í Englandi, Wales og N-Írlandi þreyta á lokaári skyldumenntunar sinnar. Gefnar eru einkunir á skalanum A*-G.Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2014Vísir/GettyKomst lífs af eftir að hafa verið skotin í hausinn af Talíbönum Malala er fædd í Pakistan þann 12. júlí 1997. Hún ólst upp í héraði Pakistan sem Talíbanar stjórnuðu en þeir bönnuðu stúlkum að sækja nám. Árið 2009 hóf Malala að skrifa á bloggsíðu fyrir BBC undir dulnefni. Þar lýsti hún lífi sínu undir stjórn Talíbana og fjallaði um að auka réttindi stúlkna til menntunnar. Vegna skrifa sinna hótuðu Talíbanar að drepa hana og föður hennar. Þann 9. október 2012 sat hún í skólarútu í heimabæ sínum, Mingora, og var á leið heim úr skólanum sem faðir hennar stofnaði. Þá gekk maður um borð og spurði hana hvort hún héti Malala. Því svaraði hún játandi. Maðurinn dró upp byssu og skaut hana í höfuðið. Hún hefur haldið baráttu sinni áfram og árið 2013 nefndi Time hana sem eina af hundrað áhrifamestu einstaklingum heimsins. Einnig hefur hún gefið út bókina: „Ég er Malala: Stúlkan sem stóð upp fyrir menntun og var skotin af Talíbönum.“
Tengdar fréttir Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38 Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. 5. ágúst 2015 07:00 Mennirnir sem réðust á Malölu í lífstíðarfangelsi Tíu menn sem talið er að hafi skipulagt árás á Malölu Yousafzai árið 2012 voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi. 1. maí 2015 12:00 Gefur pakistönskum stúlkum kjark til að læra Baráttukonan unga Malala Yousafza hefur með hugrekki sínu veitt pakistönskum stúlkum kjark til að sækjast eftir menntun. 12. júlí 2013 20:34 Til hamingju Malala! 11. október 2014 00:01 Stúlka sem breytir heiminum Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. 17. október 2012 06:00 Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Malala Yousafzai og Kailash Satyarti fá friðarverðlaun Nóbels Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. 10. október 2014 08:38
Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. 5. ágúst 2015 07:00
Mennirnir sem réðust á Malölu í lífstíðarfangelsi Tíu menn sem talið er að hafi skipulagt árás á Malölu Yousafzai árið 2012 voru í gær dæmdir í lífstíðarfangelsi. 1. maí 2015 12:00
Gefur pakistönskum stúlkum kjark til að læra Baráttukonan unga Malala Yousafza hefur með hugrekki sínu veitt pakistönskum stúlkum kjark til að sækjast eftir menntun. 12. júlí 2013 20:34
Stúlka sem breytir heiminum Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. 17. október 2012 06:00
Malala segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai segir þjóðarleiðtoga heimsins hafa brugðist börnunum í Sýrlandi. 12. júlí 2015 21:28