Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur Gréta Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 „Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
„Bækur eru betri fjárfesting en byssukúlur,“ sagði Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai, nýlega á fundi í Ósló. Fundurinn fjallaði um mikilvægi menntunar í þeirri vegferð sem ríki heims hefja í september nk. þegar samþykkt verða ný þróunarmarkmið á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðin eiga að taka gildi 1. janúar 2016 og þau á að framkvæma fyrir lok 2030. Markmiðin eru miklu víðtækari og metnaðarfyllri en fyrirrennarar þeirra, þúsaldarmarkmiðin frá árinu 2000. Í fyrirliggjandi drögum er viðurkennt að útrýming fátæktar er stærsta áskorunin sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir og því fjallar fyrsta markmiðið um að útrýma fátækt. Í drögunum er litið til þess að ójöfnuður fer vaxandi innan ríkja og milli ríkja og því ítrekað áréttað að markmiðin skuli ná til allra. Ljóst er að fátækt verður ekki útrýmt ef ekki kemur til stórátaks í menntamálum um allan heim þar sem milljónir barna og ungs fólks hafa ekki aðgang að menntun í dag og hafi þau aðgang er menntunin sem þau fá oft mjög léleg. Því er í drögunum að fjórða þróunarmarkmiðinu, sem fjallar um menntun, ekki eingöngu lögð áhersla á að tryggja skuli jafnan aðgang að menntun heldur skuli einnig tryggja gæði og gildi menntunar. Þetta krefst m.a. aukinnar fjárfestingar í kennaramenntun. Við Íslendingar höfum litið á það sem sameiginlega hagsmuni okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun. Er óskandi að við berum gæfu til að vera áfram sammála um mikilvægi þessarar sameiginlegu fjárfestingar í þessu litla þjóðfélagi. Það er líka óskandi að sú þrautaganga sem Malala gekk í gegnum vegna þess að hún leyfði sér að opna munninn og tala fyrir menntun stúlkna verði til þess að þeir sem hingað til hafa litið á menntamál sem „mjúk“ mál geri sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun þarf að vera forgangsmál eigi að tryggja langvarandi öryggi og stöðugleika í heiminum.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar