Mennirnir sem réðust á Malölu í lífstíðarfangelsi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. maí 2015 12:00 Malala hefur barist fyrir menntun kvenna í Pakistan. Vísir/AFP Hryðjuverkadómstóll í Swat-héraðinu í Pakistan hefur dæmt tíu menn í lífstíðarfangelsi sem eru grunaðir um að eiga aðild að árásinni á Malölu Yousafzai. Árið 2012 varð Malala fyrir fólskulegri árás af hálfu talibana. Hún var fimmtán ára þegar nokkrir liðsmenn hreyfingarinnar réðust inn í skólarútu hennar í Swat-héraðinu og skutu hana í höfuðið. Tveir skólafélagar hennar særðust einnig í árásinni. Hún lifði árásina af eftir að hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi í Birmingham í Bretlandi. Meintur höfuðpaur árásarinnar, Ataullah Khan, sem lögreglumenn náðu að bera kennsl á þegar á árásinni stóð, var ekki á meðal mannanna tíu sem voru dæmdir. Þá herma heimildir Reuters að þeir sem hleyptu af byssunum hafi heldur ekki verið á meðal dæmdra. Dómshaldið fór fram fyrir luktum dyrum og smáatriði á bak við kærurnar liggja ekki fyrir. Malala og fjölskylda hennar hafa þótt þyrnir í augum talibanahreyfingarinnar eftir að hún kom fram í sjónvarpsviðtölum sem nafnlaus pistlahöfundur á vefsíðu BBC. Í pistlum sínum hafði hún skrifað um hvernig lífið væri undir ógnarstjórn talibana í Swat-dalnum. Hún gerðist ötul baráttukona fyrir menntun kvenna en fjölskylda hennar rak keðju af skólum í dalnum. Talibanahreyfingin réð lögum og lofum í dalnum frá 2007 til 2009 þar til pakistanski stjórnarherinn kom þeim frá völdum. Eftir að talibanar misstu tökin hófu þeir árásir á stúlknaskóla og stúlkur sem sóttu menntun.Malala við afhendingu Shakarov-verðlaunanna á Evrópuþinginu.Vísir/AFPYfirvöld í Pakistan telja að á þeim tíma hafi Mullah Fazlullah, leiðtogi talibana, fyrirskipað árás á Malölu þar sem hún var orðin helsta talskona menntunar kvenna í Pakistan. Malala býr nú með fjölskyldu sinni í Birmingham, en þau geta ekki snúið aftur til Pakistan vegna morðhótana talibana. Hún hefur unnið að því að breiða út sama boðskap og hún hóf fyrir árásina, um aðgang allra að menntun. Á sextánda afmælisdaginn sinn, 12. júlí 2013, ávarpaði hún allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn var tileinkaður henni og kallaður Malala-dagurinn. „Malala-dagurinn er ekki minn dagur,“ sagði hún í ávarpinu. „Dagurinn í dag er dagur allra kvenna, drengja og stúlkna sem hafa staðið upp fyrir réttindum sínum,“ sagði hún. „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir væru að stöðva markmið mín og metnað,“ sagði hún enn fremur. „Ekkert breyttist í lífi mínu nema að veikleiki, ótti og vonleysi dó. Styrkur, orka og hugrekki fæddist.“ Ósk hennar er að börn þeirra sem réðust á hana muni einn daginn hljóta tækifæri til að mennta sig. Ári síðar var hún yngsta manneskjan til að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Hún hlaut verðlaunin ásamt Kailash Satyarthi, indverskum baráttumanni fyrir réttindum barna. Í apríl á þessu ári ákvað geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, að nefna nýuppgötvað smástirni eftir henni. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Hryðjuverkadómstóll í Swat-héraðinu í Pakistan hefur dæmt tíu menn í lífstíðarfangelsi sem eru grunaðir um að eiga aðild að árásinni á Malölu Yousafzai. Árið 2012 varð Malala fyrir fólskulegri árás af hálfu talibana. Hún var fimmtán ára þegar nokkrir liðsmenn hreyfingarinnar réðust inn í skólarútu hennar í Swat-héraðinu og skutu hana í höfuðið. Tveir skólafélagar hennar særðust einnig í árásinni. Hún lifði árásina af eftir að hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi í Birmingham í Bretlandi. Meintur höfuðpaur árásarinnar, Ataullah Khan, sem lögreglumenn náðu að bera kennsl á þegar á árásinni stóð, var ekki á meðal mannanna tíu sem voru dæmdir. Þá herma heimildir Reuters að þeir sem hleyptu af byssunum hafi heldur ekki verið á meðal dæmdra. Dómshaldið fór fram fyrir luktum dyrum og smáatriði á bak við kærurnar liggja ekki fyrir. Malala og fjölskylda hennar hafa þótt þyrnir í augum talibanahreyfingarinnar eftir að hún kom fram í sjónvarpsviðtölum sem nafnlaus pistlahöfundur á vefsíðu BBC. Í pistlum sínum hafði hún skrifað um hvernig lífið væri undir ógnarstjórn talibana í Swat-dalnum. Hún gerðist ötul baráttukona fyrir menntun kvenna en fjölskylda hennar rak keðju af skólum í dalnum. Talibanahreyfingin réð lögum og lofum í dalnum frá 2007 til 2009 þar til pakistanski stjórnarherinn kom þeim frá völdum. Eftir að talibanar misstu tökin hófu þeir árásir á stúlknaskóla og stúlkur sem sóttu menntun.Malala við afhendingu Shakarov-verðlaunanna á Evrópuþinginu.Vísir/AFPYfirvöld í Pakistan telja að á þeim tíma hafi Mullah Fazlullah, leiðtogi talibana, fyrirskipað árás á Malölu þar sem hún var orðin helsta talskona menntunar kvenna í Pakistan. Malala býr nú með fjölskyldu sinni í Birmingham, en þau geta ekki snúið aftur til Pakistan vegna morðhótana talibana. Hún hefur unnið að því að breiða út sama boðskap og hún hóf fyrir árásina, um aðgang allra að menntun. Á sextánda afmælisdaginn sinn, 12. júlí 2013, ávarpaði hún allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn var tileinkaður henni og kallaður Malala-dagurinn. „Malala-dagurinn er ekki minn dagur,“ sagði hún í ávarpinu. „Dagurinn í dag er dagur allra kvenna, drengja og stúlkna sem hafa staðið upp fyrir réttindum sínum,“ sagði hún. „Hryðjuverkamennirnir héldu að þeir væru að stöðva markmið mín og metnað,“ sagði hún enn fremur. „Ekkert breyttist í lífi mínu nema að veikleiki, ótti og vonleysi dó. Styrkur, orka og hugrekki fæddist.“ Ósk hennar er að börn þeirra sem réðust á hana muni einn daginn hljóta tækifæri til að mennta sig. Ári síðar var hún yngsta manneskjan til að hljóta friðarverðlaun Nóbels. Hún hlaut verðlaunin ásamt Kailash Satyarthi, indverskum baráttumanni fyrir réttindum barna. Í apríl á þessu ári ákvað geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, að nefna nýuppgötvað smástirni eftir henni.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira