365 og íþróttavefsjónvarpsstöðin Sport TV eru komin í samstarf um beinar útsendingar frá leikjum í Pepsi-deild kvenna.
Sport TV hefur verið afar dugleg að sinna íslenskum íþróttaviðburðum og sýnt leiki í kvennaknattspyrnunni í nokkur ár við góðan orðstír.
Sýndur verður einn leikur í hverri umferð í Pepsi-deild kvenna á Vísi, en Stöð 2 Sport mun svo einnig sýna frá leikjum í deildinni.
Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld á Vísi þegar Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti nýliðum KR á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 14.00.
Fyrstu leikirnir í beinni á Vísi:
Pepsi-deild kvenna:
Stjarnan - KR, fimmtudagur 14. maí kl. 14.00
Afturelding - Breiðablik, 19. maí kl. 19.15
