Sýrlenskt vegabréf eins árásarmannanna í París talið falsað Bjarki Ármannsson skrifar 16. nóvember 2015 20:55 Þriggja daga þjóðarsorg stendur yfir í Frakklandi. Vísir/EPA Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan: Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan:
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15
Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49