Erlent

Telja sig vita hver höfuðpaurinn er

Samúel Karl Ólason skrifar
Belginn Abdelhamid Abaaoud.
Belginn Abdelhamid Abaaoud. Vísir
Belginn Abdelhamid Abaaoud er sagður hafa skipulagt árásirnar í París á föstudaginn. Franskir embættismenn segja árásirnar tengjast árásartilraun í lest fyrr á árinu og árásartilraun á kirkju í Frakklandi.

Yfirvöld í Frakklandi hafa borið kennsl á tvo árásarmenn til viðbótar, sem tóku þátt í árásunum á föstudaginn. 129 manns létu lífið í árásunum.

Um er að ræða Frakkann Samy Amimour, sem sprengdi sig í loft upp í Bataclan tónleikahúsinu. Hann var 28 ára gamall en var undir eftirliti yfirvalda eftir að hafa verið ákærður vegna hryðjuverkarannsóknar árið 2012.

Minnst 129 létu lífið í árásunum.Vísir/GraphicNews
Hann hafði þó farið í felur og var búið að gefa út alþjóðlega handtökuskipun gegn honum. Þrír meðlimir fjölskyldu hans voru handteknir nú í morgun. Samkvæmt þeim fór hann til Sýrlands fyrir tveimur árum.

Hinn maðurinn hét Ahmad Al Mohammad, samkvæmt sýrlensku vegabréfi sem fannst, og var hann fæddur í Idlib fyrir 25 árum. Saksóknarar segja að fingraför hans sýni fram á að hann hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland.

Sjö menn eru nú í haldi lögreglu í Belgíu grunaðir um að tengjast árásinni og stendur nú yfir umfangsmikil leit að manni sem kom að árásunum og slapp í gegnum vegatálma lögreglunnar í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Mínútu þögn í Evrópu í dag

Boðað hefur verið til mínútu þagnar um gervalla Evrópu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í París.

Frakkar ráðast á höfuðvígi Íslamska ríkisins

Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×