Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2015 21:58 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00
Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15
Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00
Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00