Innlent

Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag

Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag.

Bati hennar gengur hraðar en nokkur gerði ráð fyrir enda bentu fyrstu fréttir til þess að Fanney myndi jafnvel ekki ganga framar.

Þessi einstaklega jákvæða keppnismanneskja sagðist ekki eiga til orð yfir það hversu heppin hún væri þegar við heyrðum í henni í dag.

Fanney hefur sett sér það markmið að komast heim til Íslands í lok mars og hún ætlar sér að útskrifast úr menntaskólanum ytra í vor líkt og áætlanir gerðu ráð fyrir, ótrúleg.

Hægt er að horfa á umfjöllun Íslands í dag með því að smella á hlekkinn hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×