Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 20:00 Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum. Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum.
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira