Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 20:00 Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira