Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 20:00 Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Í nýlegri samantekt sem tryggingafélagið VÍS lét framkvæma hér á landi kemur í ljós að þrír af hverjum fjórum nota hjálm við skíðaiðkun en ekki nema liðlega helmingur af snjóbrettaiðkendum. Þar kemur einnig fram að skíða- og snjóbrettaiðkendur í Bláfjöllum eru einhverra hluta vegna óduglegri við að nota hjálma en á öðrum skíðasvæðum. Fáir þekkja mikivægi hjálmanotkunar betur en skíðakonan Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fanney lenti í alvarlegu slysi á aðfangadag árið 2011 í Noregi þegar hún skíðaði á tré. „Ég rann beint á tré með kollinn og við það missti ég meðvitund og lamaðist," segir Fanney. Við tók þriggja mánaða endurhæfing á sjúkrahúsi í Noregi. Fanney segir læknana hafa notað orðið kraftaverk til að lýsa þeim bata sem hún náði eftir slysið, og enginn vafi leiki á að hjálmurinn hafi bjargað lífi hennar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er hjálmurinn, sem var á höfði Fanneyjar þennan dag, mölbrotinn. En hvað finnst Fanneyju um að sjá fólk hjálmlaust á skíðum? „Mér finnst það mjög leiðinlegt. Það eiga allir að vera með hjálm, sama hvort þeir skíða hratt eða hægt. Hjálmar kosta vissulega mikið en það er varla til betri fjárfesting." Fanney steig aftur á skíðin fimm mánuðum eftir slysið og segir tilfinninguna hafa verið góða. „Ég sagði strax við sjálfa mig að ég ætlaði að verða jafngóð og ég var, og ég held að það hafi tekist," segir Fanney að lokum.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira