Indriði: Næ leikjafjölda pabba eftir svona ellefu ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. október 2015 15:48 KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
KR-ingar fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar miðvörðurinn Indriði Sigurðsson samdi við liðið til tveggja ára. Hann á enn fjóra leiki eftir með Viking Stavanger í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin sjö ár, en verður með KR-ingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Indriði ákvað fyrir svolitlu síðan að koma heim og í raun var KR alltaf eina liðið í hans huga. „Þó maður hafi sagt annað kom lítið annað til greina. Ég held að önnur lið hafi ekki þorað við að reyna að fá mig. Þau vissu líklega að það væri ekkert vit í því. Ég var alltaf að fara að enda í KR,“ sagði Indriði við Vísi í KR-heiminum í dag, en hvenær tók hann þessa ákvörðun? „Ég ákvað þetta í janúar, eða fyrra haust. Ég hef alltaf sagt, að þegar frúin væri tilbúin til að fara heim myndi ég íhuga það. Tímapunkturinn var réttur núna upp á það og svo erum við með börn sem eru að byrja í skóla. Mig langaði líka að enda heima á meðan ég á eitthvað smá inni.“Kem með ákveðna reynslu Indriði, sem er fæddur 1981 og hefur verið í atvinnumennsku í 16 ár samfellt, virðist eiga meira en eitthvað smá inni. Hann hefur verið fyrirliði Viking síðan 2011 og virðist spila betur með hverju árinu sem líður. „Seinustu þrjú ár hafa verið mín bestu og vonandi á ég meira inni. Vonandi get ég látið gott af mér leiða hér í Frostaskjólinu,“ sagði Indriði, en hvað kemur hann með inn í KR-liðið? „Maður kemur með ákveðna reynslu og karakter inn í þetta. Ég legg mig alltaf 100 prósent fram og vill gera hlutina almennilega. Ég get líka kannski kennt þessum yngri sem eru að stíga upp og beint þeim áfram. Fyrst og fremst ætti ég að geta hjálpað að fá smá skikka á varnarleikinn þó hann hafi verið sterkur í sumar.“Ætlar að standa sig Margir atvinnumenn hafa komið heim í Pepsi-deildina og valdið ákveðnum vonbrigðum. Indriði segist vita allt um það og ætlar að passa að svo fari ekki hjá sér. „Ég er mjög meðvitaður um það,“ sagði hann ákveðinn. „Ég veit að þetta verður ekki tekið bara með hægri hér. Deildin er orðin svo miklu betri og hér er mikið af duglegum strákum sem leggja mikið á sig. Ég sjálfur verð að gera það líka.“ „Ef maður ætlar að enda þetta almennilega þá er eins gott að gera hlutina almennilega. Ég er klár á því, að ef ég á að geta látið gott af mér leiða verð ég að gera hlutina 100 prósent sjálfur. Ég hef líka mikinn metnað fyrir að gera það.“KR-ingur í húð og hár Indriði skartar glæsilegu skeggi þessa dagana og þar sem aldurinn er aðeins farinn að færast yfir hann er komið smá hvítt í skeggið. Svart og hvítt. Það er kannski við hæfi enda Indriði mikill KR-ingur. Pabbi hans, Sigurður Indriðason, spilaði lengi með KR og þarf Indriði að framlengja ferilinn töluvert ef hann á að ná leikjafjölda föður síns. „Ég er fæddur inn í KR-fjölskylduna og giftur inn í hana líka. Tengdafjölskyldan er þar líka. Ég sagði þegar ég væri yngri að markmið mitt væri að spila fleiri leiki fyrir KR en pabbi. Ég byrja í ár og þá á ég svona ellefu tímabil eftir. Þá kannski næ ég honum,“ sagði Indriði Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira