Luke Shaw, bakvörður Manchester United, kennir Hector Moreno, leikmanni PSV Eindhoven, ekki um að hafa fótbrotið sig í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum
Moreno tæklaði Shaw í leiknum með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði, en Englendingurinn ungi fór í tvær aðgerðir á hollenskum spítala áður en honum var flogið heim til Manchester.
Phillip Cocu, þjálfari PSV, og Moreno heimsóttu Shaw á sjúkrahúsið í síðustu viku.
„Það sem kom fyrir Shaw var óheppilegt. Ég var í áfalli. Það gladdi mig að geta talað við hann,“ segir Moreno í viðtali við Metronieuws.
„Það var rosalega erfitt að hitta hann til að byrja með, en hann var mjög vingjarnlegur við mig og kenndi mér ekki um atvikið.“
„Hann var búinn að sjá hvað gerðist og sagði að þetta væri bara hluti af fótboltanum. Það fékk mig til að brosa,“ segir Hector Moreno.
Moreno: Shaw kennir mér ekki um fótbrotið

Tengdar fréttir

Luke Shaw fótbrotnaði í Eindhoven
Bakvörður Manchester United var tæklaður illa í vítateig PSV og verður ekki meira með á þessari leiktíð.

Luke Shaw fær kveðjur frá samherjum og öðrum fótboltamönnum á Twitter
Bakvörðurinn ungi sem hefur byrjað leiktíðina frábærlega fótbrotnaði í leik PSV og Manchester United í gærkvöldi.

Keane kemur Moreno til varnar: Þetta var frábær tækling
Fyrrum fyrirliði Manchester United segir ekkert hægt að sakast við tæklingu Hector Moreno á Luke Shaw í leik enska félagsins gegn PSV á dögunum, tæklingin hafi verið frábær.

Luke Shaw: Ég kem sterkari til baka
Bakvörður Manchester United þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter skömmu eftir að fótbrotna illa í Meistaradeildinni.

Shaw grét inn í klefa: „Þetta var mjög ljót tækling“
Bakvörðurinn tvíbrotnaði og fer í aðgerð þegar hann kemur heim til Manchester.