Fótbolti

Luke Shaw fær kveðjur frá samherjum og öðrum fótboltamönnum á Twitter

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luke Shaw andar að sér súrefni á meðan allt tiltækt sjúkralið á Phillips-vellinum hlúir að honum í gærkvöldi.
Luke Shaw andar að sér súrefni á meðan allt tiltækt sjúkralið á Phillips-vellinum hlúir að honum í gærkvöldi. vísir/getty
Luke Shaw, bakvörður Manchester United, spilar ekki meira á þessari leiktíð eftir að hann tvífótbrotnaði í leik liðsins gegn PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í gærkvöldi. United tapaði svo leiknum, 2-1.

Shaw var tæklaður af Hector Moreno, leikmanni PSV, í fyrri hálfleik í vítateig PSV með þessum afleiðingum, en brotið var algjörlega hryllilegt.

Sjá einnig:Shaw grét inn í klefa: „Þetta var mjög ljót tækling“

Bakvörðurinn ungi fór í aðgerð í Eindhoven í morgun og flýgur svo til Manchester þegar hann hefur náð sér, en Evrópumótið næsta sumar er í verulegri hættu hjá honum.

Shaw hefur fengið fallegar kveðjur frá samherjum sínum, öðrum fótboltamönnum og öðrum íþróttamönnum á Twitter, en hann fór sjálfur á Twitter í gærkvöldi og þakkaði fyrir stuðninginn.

Mexíkóinn Hector Moreno, sem felldi Shaw, skoraði einnig jöfnunarmark PSV í leiknum, en hann varð með því áttundi Mexíkóinn til að skora í Meistaradeildinni.

Moreno var snöggur á Twitter eftir leikinn og óskaði Shaw góðs bata, en sjálfur hefur hann lent í erfiðum meiðslum og segist því vita hvernig Englendingnum líður.

Shaw fékk mikið af batakveðjum á Twitter í gær og voru samherjar hans auðvitað fljótir til að óska vini sínum alls hins besta.

Aðrir fótboltamenn sendu honum svo batakveðjur, en þar má nefna Theo Walcott, Gareth Bale og Ross Barkley, auk þess sem breski tenniskappinn Andy Murray óskaði honum alls hins besta.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×