Dómaranefnd KSÍ: Treystum á að dómararnir séu heiðarlegir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 13:01 Úr leiknum í gær. vísir/valli Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00