Bresku þingkosningarnar: Íhaldsflokkurinn stærstur samkvæmt útgönguspám Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2015 20:49 Nicola Sturgeon, Ed MIliband, David Cameron og Nick Clegg. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015 Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015
Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00