Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 10:54 Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Vísir/AFP Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles. Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles.
Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42