Cameron segir stríði við Íran hafa verið forðað Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2015 18:44 Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að án samnings við Íran um kjarnorkumál hefðu Vesturlönd staðið frami fyrir þeim hræðilega möguleika að fara í stríð við Íran. Ekki verði slegið af kröfum um að Íran láti af stuðningi sínum við ýmsa hryðjuverkahópa í miðausturlöndum. Leiðtogar þeirra vestrænu ríkja sem stóðu að samkomulagi við Írani í síðustu viku um kjarnorkumál keppast nú við að afla samkomulaginu pólitísks stuðnings heimafyrir. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar í gær að samkomulagið væri grundvöllur að friðsamlegra ástandi í miðausturlöndum og tryggði að Íranir gætu ekki framleitt kjarnavopn í framtíðinni. David Cameron forsætisráðherra Bretlands tók undir þetta í dag. „Ég tel að ef ekki hefðu náðst samningar hefðum við staðið frami fyrir Íran vopnað kjarnorkuvopnum. Það hefði kallað á hræðilegt val fyrir Vesturlönd um að koma í veg fyrir það, láta það gerast eða þá erfiðu ákvörðun að fara í hernaðaraðgerðir gegn Írak. Þetta er betri niðurstaða.“ Hægriöfl í Bandaríkjunum sem ráða miklu um það hvort samkomulagið verði staðfest í báðum deildum Bandaríkjaþings finna samkomulaginu allt til foráttu. Ekki þarf að koma á óvart að það gera Ísraelsmenn líka sem líta á samkomulagið sem undanlátsemi við hryðjuverkaríki sem stefni að því að eyða Ísrael. En Kahmenei trúarleiðtogi Írana hét áframhaldandi stuðningi við hryðjuverkaöfl í ýmsum ríkjum miðausturlanda í fjöldamessu í Teheran í gær og gaf í skyn að samkomulagið sem veraldleg stjórn landsins hefur samþykkt yrði ef til vill ekki staðfest. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að ef menn hafi haldið að samkomulagið myndi leiða til breyttrar stefnu Írana hafi þeir fengið afgerandi svör um helgina í árásargjarnri og ögrandi ræðu frá Khamenei trúarleiðtoga landsins í gær. „Íranir gera ekki einu sinni tilraun til að fela þá staðreynd að þeir munu nota hundruð millarða dollara sem þeir fá með þessum samningi (með afléttingu viðskiptabanns) til að víbúa hryðjuverkavél sína. Þeir segja jafnframt mjög skýrt að þeir muni halda áfram að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra sem og Ísrael,“ sagði Netanyahu. Cameron segir hins vegar ástæðu til að gleðjast yfir samkomulaginu sem hafi nást vegna þess að samningamenn á báða bóga hafi einbeitt sér að kjarnorkumálunum einum en ekki öðrum þáttum varðandi Íran. „En ættum ekki að vera barnaleg með glýju í augunum varðandi þau stjórnvöld sem við eigum í samningum við. Ég er það alls ekki sjálfur. Ég talaði við Rouhani í gær og gerði honum grein fyrir að við vildum sjá breytingar á nálgun Írana til mála eins varðandi Sýrland og Jemen og til hryðjuverka á svæðinu. Að við vildum sjá breytta hegðun hjá þeim.“ Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að án samnings við Íran um kjarnorkumál hefðu Vesturlönd staðið frami fyrir þeim hræðilega möguleika að fara í stríð við Íran. Ekki verði slegið af kröfum um að Íran láti af stuðningi sínum við ýmsa hryðjuverkahópa í miðausturlöndum. Leiðtogar þeirra vestrænu ríkja sem stóðu að samkomulagi við Írani í síðustu viku um kjarnorkumál keppast nú við að afla samkomulaginu pólitísks stuðnings heimafyrir. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar í gær að samkomulagið væri grundvöllur að friðsamlegra ástandi í miðausturlöndum og tryggði að Íranir gætu ekki framleitt kjarnavopn í framtíðinni. David Cameron forsætisráðherra Bretlands tók undir þetta í dag. „Ég tel að ef ekki hefðu náðst samningar hefðum við staðið frami fyrir Íran vopnað kjarnorkuvopnum. Það hefði kallað á hræðilegt val fyrir Vesturlönd um að koma í veg fyrir það, láta það gerast eða þá erfiðu ákvörðun að fara í hernaðaraðgerðir gegn Írak. Þetta er betri niðurstaða.“ Hægriöfl í Bandaríkjunum sem ráða miklu um það hvort samkomulagið verði staðfest í báðum deildum Bandaríkjaþings finna samkomulaginu allt til foráttu. Ekki þarf að koma á óvart að það gera Ísraelsmenn líka sem líta á samkomulagið sem undanlátsemi við hryðjuverkaríki sem stefni að því að eyða Ísrael. En Kahmenei trúarleiðtogi Írana hét áframhaldandi stuðningi við hryðjuverkaöfl í ýmsum ríkjum miðausturlanda í fjöldamessu í Teheran í gær og gaf í skyn að samkomulagið sem veraldleg stjórn landsins hefur samþykkt yrði ef til vill ekki staðfest. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að ef menn hafi haldið að samkomulagið myndi leiða til breyttrar stefnu Írana hafi þeir fengið afgerandi svör um helgina í árásargjarnri og ögrandi ræðu frá Khamenei trúarleiðtoga landsins í gær. „Íranir gera ekki einu sinni tilraun til að fela þá staðreynd að þeir munu nota hundruð millarða dollara sem þeir fá með þessum samningi (með afléttingu viðskiptabanns) til að víbúa hryðjuverkavél sína. Þeir segja jafnframt mjög skýrt að þeir muni halda áfram að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra sem og Ísrael,“ sagði Netanyahu. Cameron segir hins vegar ástæðu til að gleðjast yfir samkomulaginu sem hafi nást vegna þess að samningamenn á báða bóga hafi einbeitt sér að kjarnorkumálunum einum en ekki öðrum þáttum varðandi Íran. „En ættum ekki að vera barnaleg með glýju í augunum varðandi þau stjórnvöld sem við eigum í samningum við. Ég er það alls ekki sjálfur. Ég talaði við Rouhani í gær og gerði honum grein fyrir að við vildum sjá breytingar á nálgun Írana til mála eins varðandi Sýrland og Jemen og til hryðjuverka á svæðinu. Að við vildum sjá breytta hegðun hjá þeim.“
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira