Barist við hlið Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 15:45 Bardagar eru nú sagðir geisa við rústirnar í Palmyra. Vísir/AFP Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15
„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00
Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06
ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27
ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18