Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2015 07:45 David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Vísir/EPA David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015 Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015
Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00
Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00