Útlit fyrir sigur Íhaldsflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2015 07:45 David Cameron, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Vísir/EPA David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015 Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
David Cameron og félagar hans í Íhaldsflokknum á breska þinginu eru sigurvegarar kosninganna sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja meirihluta atkvæða spáir breska ríkisútvarpið því að flokkurinn fái 329 þingsæti, sem er nægilegur fjöldi til að ná hreinum meirihluta. Cameron segir þó að enn sé þó of snemmt til að spá um það. Verði niðurstaðan sú að Íhaldsflokkurinn nái 329 sætum eins og BBC spáir, gætu Íhaldsmenn, sem allt síðasta kjörtímabil sátu í ríkisstjórn ásamt Frjálslyndum demókrötum, ekki þurft að reiða sig á þá lengur að því er virðist og geta stjórnað einir. Samkvæmt könnunum síðustu daga var útlit fyrir mjög jafnar kosningar, en samkvæmt töldum atkvæðum eru niðurstöður á skjön við kannanirnar. Verkamannaflokkurinn geldur algjört afhroð í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn hreinlega útrýmir flokknum. Flokkurinn náði ekki að bæta tapið í Skotlandi upp með betri árangri á Englandi og í Wales og fær samkvæmt spá BBC 233 þingmenn. Þjóðarflokkurinn fær líklega 56 af þeim 59 þingsætum sem í boði eru í Skotlandi, en þeir voru áður með sex þingmenn þannig að flokkurinn hefur í raun þurrkað verkamannaflokkinn og Frjálslynda demókrata út af kortinu. Frjálslyndir demókratar eru einnig í töluverðum vandræðum ef marka má spár fjölmiðla og ná einungis átta þingmönnum. Síðasta kjörtímabil fengu þeir 46 þingmenn, sem varð til þess að þeir komust í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Kjósendur hafa ekki verið ánægðir ánægðir með þá frammistöðu ef litið er til úrslita næturinnar. Útlit er fyrir að Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, nái einungis einum manni inn á þingið, sem er töluvert verri niðurstaða en kannanir höfðu gefið til kynna. Exclusive: David Cameron's victory speech to CCHQ staffers this morning #ge2015 #conservative https://t.co/nKtdhBVxr7— Sebastian Payne (@SebastianEPayne) May 8, 2015
Tengdar fréttir Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00 Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Sturgeon stefnir í lykilstöðu Þótt Skotar hafi í haust fellt helsta baráttumál Skoska þjóðarflokksins í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Bretlandi þá stefnir allt í að flokkurinn hreppi nánast öll þingsæti Skota á breska þinginu í þingkosningunum næsta fimmtudag. 2. maí 2015 10:00
Bretar ganga til kosninga á morgun Skoðanakannanir benda til þess að enginn flokkur nái hreinum meirihluta. 6. maí 2015 11:30
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00