Enski boltinn

Van Gaal svaraði eitt prósent og Chicharito fór frá United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez er að standa sig vel með Bayer Leverkusen.
Javier Hernandez er að standa sig vel með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty
Javier Hernandez, framherji Bayer Leverkusen og fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sagt frá samskiptum sínum og knattspyrnustjórans Louis van Gaal sem urðu til þess að hann ákvað að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið.

Manchester United seldi Javier Hernandez til þýska liðsins Bayer Leverkusen í haust og Mexíkóbúinn hefur síðan raðað inn mörkum í þýsku deildinni og í Meistaradeildinni.

Nýjustu tölur sína að frá því í október hefur Javier Hernandez skorað fimm mörkum meira en allt lið Manchester United til samans, fimmtán mörk á móti tíu.

„Ég fór og hitti Van Gaal og hann sagði að það væru bara eins prósent líkur á því að ég fengi að spila í minni stöðu. Ég fór því til Bayer," sagði Javier Hernandez í viðtali við spænska blaðið Marca.

„Ég var fullur sjálfstraust frá fyrsta degi. Mér fannst ég vera mikilvægur og ekki bara vegna markanna minna. Ég fann mikilvægið meðal annars á því að ég er að byrja alla leiki," sagði Hernandez sem var mikið notaður sem varamaður hjá Manchester United og hjá Real Madrid þar sem hann var á láni á síðasta tímabili.

Javier Hernandez hefur skoraði 19 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum með Bayer Leverkusen.

Hernandez kom til Manchester United frá Guadalajara árið 2010 og skoraði 20 mörk á sínu fyrsta tímabili. Sir Alex Ferguson hafði mikila trúa á stráknum.

„Ég er svo þakklátur Ferguson og ég tel að hann sé sá besti. Allir leikmenn höfðu sitt hlutverk og sinn stað innan liðsins. Hann opnaði dyrnar fyrir mig til Evrópu og ég vann tvo titla með liðinu," sagði Hernandez.

Javier Hernandez skoraði þrennu fyrir Bayer Leverkusen um síðustu helgi en á sama tíma þá tapaði Manchester United fyrir nýliðum Bournemouth aðeins nokkrum dögum eftir að liðið datt út úr Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×