Erlent

Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Agent Fresco hefur verið á mikilli Evrópureisu.
Agent Fresco hefur verið á mikilli Evrópureisu. Vísir/Valli
Íslenska hljómsveitin Agent Fresco hefur tilkynnt að ekki verði að fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar rétt fyrir utan Brussel sem fara áttu fram í dag.

Ástæðan er aukin öryggisgæsla en búið er að setja á hæsta viðbúnaðarstig í borginni vegna ótta um yfirvofandi hryðjuverkaáras í ætt við þá sem gerð var á París fyrir rúmri viku.

Í tilkynningu frá sveitinni á Facebook segir að forsvarsmenn La Ferme tónlistarhátíðinni hafi hætt við alla tónleika en Agent Fresco átti að koma fram á hátíðinni. Hjómsveitin hefur spilað vítt og breitt um Evrópu undanfarnar vikur

Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í Brussel í gærkvöldi og hafa yfirvöld í Belgíu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkahættu. Lestarkerfinu hefur verið lokað og almenningi ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum stöðum.

Due to today's increased terror threat level in the Brussels area, La Ferme - festival have taken the decision to cancel...

Posted by Agent Fresco on Saturday, 21 November 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×