NATO boðar til neyðarfundar vegna rússnesku herþotunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 11:57 Frá fundi ráðsins Vísir/afp Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Norður-Atlantshafsráðið hefur boðað til neyðarfundar í dag í kjölfar gröndunar rússnesku Su-24 herþotunnar yfir Sýrlandi í morgun. Þetta fullyrðir blaðamaður Times á Twitter sinni síðu í dag. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Tyrkja sem vilja útskýra aðkomu sína að árásinni. Fundurinn mun fara fram í Brussel í dag klukkan 4 að íslenskum tíma. Köldu blæs nú á milli rússneskra og tyrkneskra stjórnvalda og hafa rússneskir þingmenn látið hafa eftir sér að réttast væri að afturkalla sendiherra landsins í Tyrklandi.Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem NATO-ríki hefur skotið niður rússneska herþotu og uppi eru miklar vangaveltur um hvernig Atlantshafsbandalagið skuli bregðast við árásinni. Fimmta grein Atlantshafssáttmálans, sem öll 28 aðildarríkin hafa skrifað undir, er nokkuð skýr hvað árás á NATO-ríki, þegna þeirra eða hersveitir varðar. Þar segir:Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu bjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöf-unum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi. Í greininni er þó ekki tiltekið hvernig skuli brugðist við árásum NATO-ríkis á aðila utan bandalagsins. Rússland er ekki aðila að Atlantshafsbandalaginu en tekur þátt í „Partnership for Peace“-samstarfinu sem komið var á milli aðildarríkja NATO og fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn talsmanns Vladimirs Pútín Rússlandsforseta líta Rússar árásina í dag mjög alvarlegum augum. „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaðurinn notaði. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum. Þó er talið nær öruggt að annar mannanna sé látinn og hafa uppreisnarmenn í Sýrlandi birt myndskeið af því sem virðist vera lík mannsins. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira