Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2015 10:59 Skáskot „Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta notaði um gröndun hinnar rússnesku Su-24 herþotu sem skotin var niður yfir Sýrlandi í dag. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum.Sjá: Tyrkir grönduðu rússneskri herflugvél Þó heldur fjölmiðillinn Vice því fram að annar þeirra hafi látist í árásinni. Lík hans sé nú í höndum uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Assads Sýrlandsforseta. Sýrlenskar og rússneskar herþotur hafa athafnað sig á svæðinu nærri Tyrknesku landamærunum að Sýrlandi síðustu daga. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun. Talsmenn tyrkneskra yfirvalda sögðu að orrustuþotur tyrkneska hersins höfðu grandað vélinni eftir að hafa margítrekað við flugmenn hennar að hún væri að brjóta lofthelgi landsins. Þessu hefur varnarmálaráðuneytið Rússlands hafnað og segist hafa sannanir fyrir því að vélin hafi ekki flogið inn á flugumsjónarsvæði Tyrklands. Brak flugvélarinnar hrapaði í gróðursælu fjallendi í Latakia-héraði í norðurhluta Sýrlands. Að sögn Vice gengur svæðið undir nafninu „Tyrkjafjall,“ meðal heimamanna. Hér að neðan má sjá myndband af braki vélarinnar koma til jarðar. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Mjög alvarlegt atvik,“ eru orðin sem talsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta notaði um gröndun hinnar rússnesku Su-24 herþotu sem skotin var niður yfir Sýrlandi í dag. Hann bætti þó við að of snemmt væri að draga ályktanir að svo stöddu. Tveir voru um borð í vélinni og virðast þeir hafa náð að skjóta sér út í fallhlífum.Sjá: Tyrkir grönduðu rússneskri herflugvél Þó heldur fjölmiðillinn Vice því fram að annar þeirra hafi látist í árásinni. Lík hans sé nú í höndum uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Assads Sýrlandsforseta. Sýrlenskar og rússneskar herþotur hafa athafnað sig á svæðinu nærri Tyrknesku landamærunum að Sýrlandi síðustu daga. „Það er ómögulegt að segja nokkuð áður en allar upplýsingar liggja fyrir,“ sagði talsmaðurinn Dmitry Peskov í samtali við þarlenda fjölmiðla í morgun. Talsmenn tyrkneskra yfirvalda sögðu að orrustuþotur tyrkneska hersins höfðu grandað vélinni eftir að hafa margítrekað við flugmenn hennar að hún væri að brjóta lofthelgi landsins. Þessu hefur varnarmálaráðuneytið Rússlands hafnað og segist hafa sannanir fyrir því að vélin hafi ekki flogið inn á flugumsjónarsvæði Tyrklands. Brak flugvélarinnar hrapaði í gróðursælu fjallendi í Latakia-héraði í norðurhluta Sýrlands. Að sögn Vice gengur svæðið undir nafninu „Tyrkjafjall,“ meðal heimamanna. Hér að neðan má sjá myndband af braki vélarinnar koma til jarðar.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira