Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2015 08:00 David Cameron ræddi stöðu Bretlands innan Evrópusambandsins á fundinum. vísir/stefán Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira