Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2015 08:00 David Cameron ræddi stöðu Bretlands innan Evrópusambandsins á fundinum. vísir/stefán Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“ Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira