Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton. vísir/epa Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00