Sanders þokast nær í kjölfar kappræða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2015 07:00 Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton. vísir/epa Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bernie Sanders saxar á forskot Hillary Clinton í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna í kjölfar kappræðna síðustu viku ef marka má nýja könnun CNN. Sanders mælist nú með 29 prósenta fylgi á landsvísu en mældist með 24 prósent í síðustu könnun fyrir kappræðurnar. Þá mælist Clinton með 45 prósent, jafn mikið og fyrir kappræður. Fylgi Joes Biden varaforseta, sem ekki hefur lýst yfir framboði, lækkar lítillega, úr nítján prósentum í átján. Brendan Boyle, einn fulltrúadeildarþingmanna demókrata, fullyrti í gær að Biden ætlaði í framboð. Aðspurður hvort það væri ekki of seint benti hann á að Bill Clinton hefði á síðum tíma farið í framboð í október og unnið.I have a very good source close to Joe that tells me VP Biden will run for Prez— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 For people who think it's too late for Biden to run, worth remembering Bill Clinton entered the 92 race in October— US Rep Brendan Boyle (@RepBrendanBoyle) October 19, 2015 Joe Biden varaforseti þykir líklegur til að bjóða sig fram.Tíðindin um að bilið milli Sanders og Clinton minnki eru í takt við úrslit skoðanakannana á netinu eftir kappræður þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði Sanders sigurvegara kappræðnanna en úr takt við fyrirsagnir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem krýndu Clinton sigurvegara. Þá er Biden sá valkostur sem litinn er jákvæðustum augum en 51 prósent þátttakenda sögðust hafa jákvæða skoðun á honum samanborið við 46 prósent hjá Hillary Clinton og 41 prósent hjá Bernie Sanders. Fæstir segjast þó líta Sanders neikvæðum augum, 29 prósent samanborið við 37 prósent Bidens og 50 prósent Clinton.Hillary Clinton tapar fylgi.Vísir/AFPBoston Herald birti einnig nýja könnun sína fyrir forkosningar flokksins í New Hampshire sem er annað fylkið til að velja sér forsetaefni. Þar mælist Sanders með 38 prósenta fylgi, Clinton með þrjátíu prósent en Biden nítján prósent. Í könnun CNN var frambjóðendunum þremur stillt upp, hverju í sínu lagi, andspænis Donald Trump, sem mælist með mest fylgi á meðal þeirra repúblikana sem vilja verða forseti, og þátttakendur spurðir hvorn frambjóðandann þeir myndu heldur kjósa. Allir frambjóðendur demókrata voru vinsælli en Trump en minnstu munaði á milli Trump og Clinton. Hún mældist með fimmtíu prósent en Trump 45 prósent. Biden stóð öllu betur og hafði 53 prósent gegn 43 prósentum Trumps og Sanders hafði 53 prósent gegn 44 prósentum Trumps.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00 Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Hillary Clinton fagnaði ákaft þegar Bernie Sanders sagði þjóðina orðna hundleiða á að heyra talað um tölvupóstana hennar. 15. október 2015 07:00
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00