Sakar Sanders um linkind í byssumálinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. október 2015 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton í sjónvarpskappræðum demókrata á þriðjudagskvöld. vísir/epa Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Hillary Clinton fékk á þriðjudagskvöldið tækifæri til að koma höggi á mótherja sinn, Bernie Sanders, og sakaði hann um linkind gagnvart byssuframleiðendum og skotvopnafíklum í Bandaríkjunum. „Nei, alls ekki,“ svaraði hún þegar stjórnandi sjónvarpskappræðna demókrata spurði hvort hún teldi Sanders nægilega harðan í byssumálinu. „Sanders öldungadeildarþingmaður greiddi fimm sinnum atkvæði gegn Brady-frumvarpinu. Eftir að það var samþykkt hefur í meira en tvær milljónir skipta verið komið í veg fyrir byssukaup,“ sagði Clinton í kappræðunum, þar sem fimm demókratar tókust á um það hver þeirra eigi að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Sanders svaraði því til að vissulega vildi hann stranga byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Í þessu tiltekna frumvarpi hefðu hins vegar verið ýmis ákvæði sem hann gat ekki sætt sig við. Svo vísaði hann til þess að kjósendur hans í Vermont væru ekki sérlega áhugasamir um stranga byssulöggjöf: „Ég kem úr dreifbýlisríki og afstaðan til skotvopnaeftirlits er önnur í dreifbýlisríkjum en í þéttbýlisríkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Þau Clinton deildu um ýmis önnur mál í kappræðunum en voru hins vegar alveg á einu máli um tölvupóstavandræðin sem andstæðingar þeirra hafa verið að velta Clinton upp úr. „Ég held að bandaríska þjóðin sé búin að fá miklu meira en nóg af því að heyra um fjárans tölvupóstana þína,“ sagði Sanders, og þá brosti Clinton breitt, þakkaði honum fyrir og tók í höndina á honum. Þrír aðrir demókratar tóku þátt í sjónvarpskappræðunum og sækjast allir eftir að verða forsetaefni flokks síns í kosningunum, sem haldnar verða í nóvember á næsta ári. Þetta eru þeir Martin O'Malley, Lincoln Chafee og Jim Webb. Enginn þeirra mælist með minnstu möguleika í skoðanakönnunum. Þar gnæfir Clinton enn yfir aðra, með 43,3 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu samantekt á vefsíðunni Realclearpolitics.com. Sanders mælist þar með 25 prósent og Joe Biden varaforseti er í þriðja sæti, með rúm 17, þrátt fyrir að hafa ekki blandað sér í slaginn. Hann hefur enn ekki tekið af skarið og hvorki lýst yfir framboði né útilokað það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Sjá meira
Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Hillary Clinton þykir helst hafa sýnt styrk sinn í kappræðunum. 14. október 2015 10:45
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00