Aukin spenna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 10:30 Rússar hafa birt myndbönd af loftárásum sínum og segjast hafa gert fimmtán árásir í gær. Vísir/EPA Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58
Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00
Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09
NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40