Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. október 2015 07:00 Rússar hafa varpað sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í nágrenni Homs. nordicphotos/AFP Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira