Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. október 2015 07:00 Rússar hafa varpað sprengjum í gríð og erg á svæði uppreisnarmanna í nágrenni Homs. nordicphotos/AFP Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Frásagnir vitna á jörðu niðri í Sýrlandi segja loftárásir Rússa til þessa einkum hafa beinst að uppreisnarhópum gegn Bashar al Assad forseta. Rússar hafi látið vígasveitir Íslamska ríkisins eiga sig. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins heldur því samt fram að árásirnar beinist gegn Íslamska ríkinu. Sprengjum hafi verið varpað á tugi skotmarka og meðal annars hafi tekist að eyðileggja eina stjórnstöð og tvær vopnageymslur. Árásirnar hófust á miðvikudag og héldu áfram í gær. Rússar hafa notað meira en 50 herþotur, ásamt drónum og gervihnöttum til að miða út skotmörk. Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna í Sýrlandi. „Rússar segjast annars vegar ætla að berjast gegn Íslamska ríkinu, hins vegar að styðja stjórn Bashar al Assads,“ sagði Carter, og tók fram að árásunum virðist beint gegn óvinum Assads almennt, ekki eingöngu Íslamska ríkinu.Vladimír Pútín á leið til fundar í Kreml.nordicphotos/AFPVladimír Pútín Rússlandsforseti fullyrti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir fáum dögum að hófsamari uppreisnarhópar í Sýrlandi, sem notið hafa stuðnings Vesturlanda, berjist með Íslamska ríkinu. Og Pútín hafði „hófsamari“ innan gæsalappa í ræðu sinni: „Þeir fá vopn og þjálfun, og svo hlaupast þeir undan merkjum og ganga til liðs við hið svonefnda Íslamska ríki.“ Hann sagði það vera ábyrgðarlaust af Bandaríkjunum að notfæra sér öfgahópa til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, „í þeirri von að seinna meir getið þið fundið leiðir til þess að losna við þá eða útrýma þeim með einhverjum hætti.“ Hann tók jafnframt fram að hernaður Rússa í Sýrlandi muni alfarið takmarkast við loftárásir. Ekki standi til að fara út í hernað á landi. Styrjöldin í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í meira en fjögur og hálft ár. Átökin hafa kostað meira en 250 þúsund manns lífið.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira