Erlent

Stjórnarherinn nýtir vopn frá Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússnesk MIG-35 orrustuþota á flugi.
Rússnesk MIG-35 orrustuþota á flugi. Vísir/EPA
Minnst 38 vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið felldir í loftárásum stjórnarhers Sýrlands í nótt. Loftárásir voru gerðar á borgina Palmyra og tvo nærliggjandi bæi í Homs héraði. Stjórnarherinn hefur fjölgað loftárásum sínum undanfarna daga eftir að þeim bárust fleiri vopn og annars konar aðstoð frá Rússum.

Rami Abdel Rahman, framkvæmdastjóri eftirlitssamtakanna Syrian Observatory for Human Rights, segir í samtali við AFP fréttaveituna að loftárásir stjórnarhersins hafi einnig orðið mun nákvæmari að undanförnu.

SOHR reka umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi sem koma úr nánast öllum geirum.

Heimildarmenn AFP segja einnig að Rússar hafi sent sérfræðinga til Sýrlands sem vinna að þjálfun hermanna í notkun nýrra vopna sem þeim hefur borist. Þá sérstaklega í notkun nýrra skriðdreka og skammdræg loftvarnakerfi.

Vladimir Putin og Benjamin Netanyahu.Vísir/EPA
Þá kom fram í gær að Rússar hafa sent 28 orrustuþotur til Sýrlands, en þeir hafa aukið hernaðarleg umsvif sín þar í landi að undanförnu. Hermenn hafa verið fluttir til flugvallar í Latakia héraði sem liggur að Miðjarðarhafinu.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseti Rússlands, komust að samkomulagi í gær um að samræma hernaðaraðgerðir í Sýrlandi.

Á vef Al-Jazeera segir að samkomulaginu og samræmingunni sé ætlað að koma í veg fyrir að hermenn ríkjanna skiptist óvart á skotum. Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi sem beinast gegn Hezbollah samtökunum sem styðja Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.


Tengdar fréttir

Liðhlaupar ISIS lýsa reynslu sinni

Frásagnir þeirra brjóta í bága við þá mynd sem samtökin halda að ungu fólki. Lífið í kalífadæminu einkennist af lygum, hræsni og mótsögnum.

Segir Vesturlönd bera sökina

Rússneska sjónvarpsstöðin RT sendi í gær út viðtal við Basher al Assad Sýrlandsforseta, þar sem hann segir að Vesturlönd verði að hætta að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×