Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. september 2015 07:00 Xi Jinping og Barack Obama greinir á um margt en þeir komu sér þó saman um að draga eitthvað úr mengun ríkjanna á næstu áratugum. NordicPhotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, kynntu í gær áform sín í loftslagsmálum, sem felast í því að bæði ríkin setja sér ákveðið hámark um losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda gegn því að geta síðan keypt eða selt mengunarkvóta eins og tíðkast hefur víða um heim frá því nokkru fyrir aldamót. Yfirlýsing þeirra þykir mikilvæg, sérstaklega nú í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í París í desember næstkomandi. Frans páfi, sem einnig er í heimsókn í Bandaríkjunum, lagði sitt lóð á þessa sömu vogarskál þegar hann í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi á fimmtudag hvatti Bandaríkin og önnur ríki heims til þess að grípa án tafar til aðgerða í loftslagsmálum. Hann ítrekaði þetta svo í gær í ávarpi sínu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann sagði umhverfið eiga sín réttindi og mannkynið hafi engan rétt til að brjóta gegn þeim. Guð hafi ekki heimilað mannkyninu að misnota náttúruna, hvað þá að eyðileggja hana. „Við hljótum að fallast á að til sé „réttur umhverfisins“, og það af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að menn eru partur af umhverfinu,“ sagði páfi. „Og hins vegar vegna þess að allar verur, sérstaklega þær sem eru gæddar lífi, hafa gildi í sjálfu sér.“ Lítill árangur hefur orðið af loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna undanfarin ár, en töluverðar vonir eru bundnir við ráðstefnuna í París. Saman bera Bandaríkin og Kína ábyrgð á um það bil 45 prósentum af útblæstri koltvísýrings í heiminum. Kínverjar ætla að stefna að því að árið 2030 nái útblástur þeirra hámarki. Obama hyggst fyrir sitt leyti sjá til þess að Bandaríkin dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent til ársins 2025. Yfirlýsing Kínverja verður ekki síst mikilvæg í bandarískum stjórnmálum, þar sem repúblikanar á þingi hafa verið andvígir því að Bandaríkin skuldbindi sig í þessum málum meðan Kínverjar gera það ekki. Um leið aukast líkurnar á því að marktækt samkomulag takist í París í desember, sem flest ríki jarðar gætu orðið aðilar að. Þar sem Kína telst enn til þróunarríkja hafa Kínverjar til þessa ekki verið skuldbundnir samkvæmt alþjóðasamningum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin í gær er byggð á samkomulagi ríkjanna, sem gert var í Kína á síðasta ári þegar Obama kom þangað í heimsókn.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira