Kveikt í höfuðstöðvum HDP-flokksins í Tyrklandi Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 23:42 Hér sést reykur stíga frá höfuðstöðvum HDP-flokksins í Ankara í Tyrklandi. Vísir/AFP Hópur mótmælenda réðst á höfuðstöðvar Lýðræðisflokks fólksins, HDP, í Ankara, höfuðborg Tyrklands, fyrr í kvöld. Myndir frá vettvangi virtust sýna eld í þessum höfuðstöðvum flokks Kúrda en mikil átök hafa verið á milli tyrkneska hersins og herskárra Kúrda sem tilheyra verkamannaflokki Kúrda, PKK. Forsætisráðherra Tyrkja, Ahmet Davutoglu, hefur kallað eftir friði en fyrr í dag fóru tyrkneskir vígamenn til Íraks til að ráðast gegn kúrdískum vígamönnum í fyrsta sinn síðan komið var á vopnahlé fyrir tveimur árum. Tyrkneskar herþotur gerðu einnig loftárásir á búðir PKK í norður Írak. Átökin í höfuðborginni má rekja til mótmæla þjóðernissinna fyrr í dag eftir að fjórtán lögreglumenn létust þegar rúta var sprengd en grunur leikur á að PKK beri ábyrgð á þeirri árás. Árásin átti sér stað degi eftir að vígamenn höfðu fellt 16 tyrkneska hermenn. Þingmaður HDP, Garo Paylan, sagði við fréttaveitu Reuters að hundruð mótmælenda hefðu ráðist á höfuðstöðvar flokksins í Ankara. „Lögreglan fylgist bara með. Það sem er verið að eyðileggja er vonin um að geta lifað saman í sátt og samlyndi,“ sagði Paylan. HDP-flokknum var ætlað að koma á friði á milli tyrkneskra stjórnvalda og vopnaðra frelsisveita Kúrda. Einnig hafa verið fluttar fregnir af árásum á skrifstofur flokksins í sex öðrum borgum í Tyrklandi, þar á meðal hafði verið kveikt í skrifstofu flokksins í borginni Alanya.#HDP #Alanya / Antalya It was a serious attack pic.twitter.com/Dq05QPqQYX— KurdishPhoto (@KurdishPhoto1) September 8, 2015 Fire attacks on #HDP Office Ankara, Alanya, Mêrsin, Kirsehir pic.twitter.com/aJgVy3kv0o— Leylan Uca (@LeylanUca) September 8, 2015 BREAKING: Turkish #HDP party headquarters in #Ankara has been set on fire, reports of people inside being trapped pic.twitter.com/s3RLMtfOLh— News_Executive (@News_Executive) September 8, 2015 400 Ultranationalist Turks attack offices of #Kurdish Party #HDP & burn down the building. It's the Turco-Kurdish WAR pic.twitter.com/Uq1XaLBEYz— Tarek Fatah (@TarekFatah) September 8, 2015 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Hópur mótmælenda réðst á höfuðstöðvar Lýðræðisflokks fólksins, HDP, í Ankara, höfuðborg Tyrklands, fyrr í kvöld. Myndir frá vettvangi virtust sýna eld í þessum höfuðstöðvum flokks Kúrda en mikil átök hafa verið á milli tyrkneska hersins og herskárra Kúrda sem tilheyra verkamannaflokki Kúrda, PKK. Forsætisráðherra Tyrkja, Ahmet Davutoglu, hefur kallað eftir friði en fyrr í dag fóru tyrkneskir vígamenn til Íraks til að ráðast gegn kúrdískum vígamönnum í fyrsta sinn síðan komið var á vopnahlé fyrir tveimur árum. Tyrkneskar herþotur gerðu einnig loftárásir á búðir PKK í norður Írak. Átökin í höfuðborginni má rekja til mótmæla þjóðernissinna fyrr í dag eftir að fjórtán lögreglumenn létust þegar rúta var sprengd en grunur leikur á að PKK beri ábyrgð á þeirri árás. Árásin átti sér stað degi eftir að vígamenn höfðu fellt 16 tyrkneska hermenn. Þingmaður HDP, Garo Paylan, sagði við fréttaveitu Reuters að hundruð mótmælenda hefðu ráðist á höfuðstöðvar flokksins í Ankara. „Lögreglan fylgist bara með. Það sem er verið að eyðileggja er vonin um að geta lifað saman í sátt og samlyndi,“ sagði Paylan. HDP-flokknum var ætlað að koma á friði á milli tyrkneskra stjórnvalda og vopnaðra frelsisveita Kúrda. Einnig hafa verið fluttar fregnir af árásum á skrifstofur flokksins í sex öðrum borgum í Tyrklandi, þar á meðal hafði verið kveikt í skrifstofu flokksins í borginni Alanya.#HDP #Alanya / Antalya It was a serious attack pic.twitter.com/Dq05QPqQYX— KurdishPhoto (@KurdishPhoto1) September 8, 2015 Fire attacks on #HDP Office Ankara, Alanya, Mêrsin, Kirsehir pic.twitter.com/aJgVy3kv0o— Leylan Uca (@LeylanUca) September 8, 2015 BREAKING: Turkish #HDP party headquarters in #Ankara has been set on fire, reports of people inside being trapped pic.twitter.com/s3RLMtfOLh— News_Executive (@News_Executive) September 8, 2015 400 Ultranationalist Turks attack offices of #Kurdish Party #HDP & burn down the building. It's the Turco-Kurdish WAR pic.twitter.com/Uq1XaLBEYz— Tarek Fatah (@TarekFatah) September 8, 2015
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira