Erlent

Ellefu til viðbótar sakaðir um vanrækslu vegna sprenginganna í Tianjin

Atli Ísleifsson skrifar
139 fórust í sprengingunum.
139 fórust í sprengingunum. Vísir/AFP
Kínversk yfirvöld hafa sakað ellefu embættismenn og hafnarstarfsmenn um að hafa sýnt af sér vanrækslu sem leiddi til sprenginganna í Tianjin þar sem 139 fórust fyrr í mánuðinum.

Í frétt BBC segir að ekki liggi fyrir hvort mennirnir hafi verið færðir í gæsluvarðhald.

Tólf yfirmenn fyrirtækja, flestir frá Ruihai International Logistics sem átti vöruskemmuna sem sprakk í loft upp, höfðu áður verið handteknir.

Spreningarnar urðu þann 12. ágúst síðastliðinn þar sem fleiri hundruð heimili eyðilögðust.

Að minnsta kosti 34 er enn saknað eftir sprengingarnar, fimm hundruð enn á sjúkrahúsi og þúsundir hafa enn ekki getað snúið til síns heima.

Atburðurinn hefur leitt til viðamikillar umræðu í landinu um geymslu á varasömum efnum.


Tengdar fréttir

Þúsundir íbúa hafa misst heimili sín

Eldar loga enn á hafnarsvæðinu í Tianjin, þar sem gríðarlegar sprengingar urðu meira en 100 manns að bana í síðustu viku. Íbúar efndu til mótmæla og krefjast skaðabóta. Natríumblásýrusalt hefur fundist í afrennslisvatni í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×