Fótbolti

Aron með skemmtileg tilþrif á æfingu bandaríska landsliðsins | Myndband

Aron fagnar einu af þremur mörkum Clint Dempsey gegn Kúbu á dögunum.
Aron fagnar einu af þremur mörkum Clint Dempsey gegn Kúbu á dögunum. Vísir/getty
Aron Jóhannesson sýndi skemmtileg tilþrif á æfingu bandaríska landsliðsins í fótbolta í gær en Aron og félagar eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir undanúrslitaleik gegn Jamaíka á morgun.

Aron lék fótboltatennis á æfingu bandaríska landsliðsins og náði stigi fyrir liði sitt með fallegri hjólhestaspyrnu þrátt fyrir að liðsfélagarnir hafi ekki verið sammála um hvort stigið ætti að gilda.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aron sýnir skemmtilega takta á æfingu bandaríska landsliðsins en hann hefur einnig vakið athygli í leikjum, meðal annars með skemmtilegu marki sínu í 6-0 sigri á Kúbu á dögunum.

It was soccer tennis after training and things got intense. Aron Jóhannsson "spiked" a trademark bicycle kick, but Alejandro Bedoya thought it was under the tape. Time to go to the #TapelineTechnology.

Posted by U.S. Soccer on Monday, 20 July 2015

Tengdar fréttir

Klinsmann sendi Altidore heim

Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum.

Aron varamaður í jafntefli

Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins.

Mariner: Látið Aron spila

Paul Mariner, sérfræðingur ESPN, skilur ekki af hverju Aron Jóhannsson fær ekki að spila meira með bandaríska landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.