Fótbolti

Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna

Aron Jóhannsson skoraði mark sem dæmt var af en Clint Dempsey skoraði sigurmark leiksins.
Aron Jóhannsson skoraði mark sem dæmt var af en Clint Dempsey skoraði sigurmark leiksins. vísir/getty
Bandaríski Íslendingurinn Aron Jóhannsson var í byrjunar liði bandaríska liðsins sem lagði Haítí að velli með einu marki gegn engu í Gullbikarnum í knattspyrnu. Aroni var skipt af velli á 83 mínútu.

Aron skoraði mark í stöðunni 0-0 sem dæmt var af vegna rangstöðu. Þegar markið var skoðað nánar sást að líklega var um rangan dóm að ræða og markið hefði því átt að standa.

Eina mark leiksins skoraði Clint Dempsey á 47. mínútu leiksins eftir sendingu frá Gyasi Zardes, samherja Steven Gerrard hjá LA Galaxy.

Bandaríska liðið þótti ósannfærandi í leiknum og var í raun heppið að sleppa með sigur af hólmi. Bandaríkin áttu til að mynda aðeins 6 marktilraunir á móti 21 frá Haítí.

Bandaríkin eru efst í A-riðli með 6 stig eftir tvo leiki. Panama kemur næst með 2 stig en Panama gerði 1-1 jafntefli við Hondúras í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×