Enski boltinn

Mariner: Látið Aron spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Bandaríkin gerði 1-1 jafntefli við Panama í Gullbikarnum í nótt en Bandaríkin var öruggt áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrir leikinn.

Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í leiknum en Paul Mariner, sérfræðingur ESPN, sagði fyrir leik að Aron ætti skilið að fá tækifæri í byrjunarliði Bandaríkjanna.

„[Jürgen] Klinsmann [landsliðsþjálfari] þarf að koma sínum mönnum í gang og liðið þarf að ná betur saman inni á vellinum,“ sagði Mariner sem var leikmaður Ipswich, Arsenal og Portsmouth á sínum tíma auk þess sem hann lék 35 leiki með enska landsliðinu.

Bandaríkin þótti ekki spila vel í nótt, sérstaklega framan af leik. Panama komst yfir í fyrri hálfleik en Michael Bradley jafnaði metin fyrir Bandaríkin á 54. mínútu.

Aron fékk góða umsögn á vef ESPN fyrir frammistöðu sína eftir að hann kom inn á í nótt og sagði að hann hafi verið hættulegur, kraftmikill, haldið boltanum vel og gefið góðar sendingar.

Bandaríkin leikur í fjórðungsúrslitum keppninnar á laugardag gegn liðinu sem lendir í þriðja sæti annað hvort B- eða C-riðils.


Tengdar fréttir

Aron varamaður í jafntefli

Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×