Fótbolti

Aron með magnað mark á æfingu bandaríska landsliðsins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron er kominn aftur á fulla ferð eftir erfið meiðsli.
Aron er kominn aftur á fulla ferð eftir erfið meiðsli. vísir/getty
Aron Jóhannsson sýndi frábær tilþrif á æfingu bandaríska landsliðsins í dag.

Aron klippti þá boltann glæsilega í netið en hann skoraði svipað mark í leik með AZ Alkmaar gegn Excelsior í lokaumferð hollensku úrvalsdeildarinnar á dögunum.

Myndband af klippunni glæsilegu var birt á Instagram-síðu bandaríska landsliðsins en það má sjá hér að neðan.

Aron og félagar eru á fullu í undirbúningi fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Hollandi og Þýskalandi 5. og 10. þessa mánaðar.

Bandaríska landsliðið tekur svo þátt í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku og Karabíahafsins, sem hefst 8. júlí.

#USMNT @aronjo is making habit of finishes like this.

A video posted by U.S. Soccer (@ussoccer) on


Tengdar fréttir

Aron hetja Alkmaar

Aron Jóhannsson var hetja AZ Alkmaar gegn NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Aron skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Aron á skotskónum í sigri AZ

Aron Jóhannsson skoraði annað mark AZ Alkmaar í 0-2 sigri á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron með tvö í lokaleik tímabilsins

Aron Jóhannsson skoraði frábært mark fyrir AZ Alkmaar í stórsigri á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Aron skoraði tvö mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×