Aron í Guardian: Ánægður með val mitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 10:44 Vísir/Getty Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“ Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15
Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24
Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30
Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48
Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04