Aron í Guardian: Ánægður með val mitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 10:44 Vísir/Getty Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“ Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Aron Jóhannsson er í ítarlegu viðtali við breska dagblaðið The Guardian í tilefni þess að hann stendur nú í ströngu með bandaríska landsliðinu í Gullbikarnum vestanhafs. Aron hefur komið við sögu í tveimur af þremur leikjum Bandaríkjanna til þessa, þar af einu sinni í byrjunarliðinu. Samkeppnin um stöðu í bandaríska liðinu er hörð eins og Aron hefur fengið að kynnast. Hann spilaði með yngri landsliðum Íslands en valdi að lokum að spila fyrir A-landslið Bandaríkjanna eftir að landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann setti sig í samband við hann. Viðbrögð á Íslandi voru blendin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var meðal þeirra sem átti erfitt með að sætta sig við ákvörðun hans. Aron sér þó ekki eftir neinu. „Mér var í raun alveg sama um hvað aðrir höfðu að segja,“ sagði Aron í viðtalinu. „Þetta var mitt val og ég var einn um að taka þessa ákvörðun. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með hana.“ Aron segist þó fylgjast spenntur með gengi íslenska landsliðsins. „Auðvitað. Sérstaklega þar sem það eru spennandi tímar fram undan hjá liðinu. Þeir eru afar nálægt því að komast í lokakeppni EM.“ Hann segir að ný kynslóð íslenskra knattspyrnumanna fari fyrir uppgangi landsliðsins og því sé fyrst og fremst að þakka stórbættri æfingaaðstöðu yfir vetrarmánuðina. „Áður spiluðum við bara á möl yfir veturinn eða í íþróttahúsum. Það breyttist mikið með tilkomu knattspyrnuhallanna. Ein þeirra var um 200 metra frá heimili mínu og fór ég þangað eins oft og ég gat. Ég græddi mikið á því.“ Hann segist hafa trú á því að Bandaríkin geti farið alla leið í Gullbikarnum en liðið er komið í 8-liða úrslit keppninnar. „Við höfum verið að nota marga leikmenn og reynt ýmislegt. En það er alltaf sú trú til staðar að við getum unnið mótið.“
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15 Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24 Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30 Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48 Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Klinsmann sendi Altidore heim Gæti orðið til þess að Aron Jóhannsson fái frekari tækifæri með Bandaríkjunum í Gullbikarnum. 15. júlí 2015 11:15
Aron byrjar á bekknum á generalprufu bandaríska landsliðsins í kvöld Bandaríska landsliðið í fótbolta spilar í nótt síðasta undirbúningsleik sinn fyrir Gullbikarinn þegar liðið mætir landsliði Gvatemala í Nashville í Tennessee-fylki. 3. júlí 2015 22:24
Aron varamaður í jafntefli Frammistaða bandaríska landsliðsins þótti ekki sannfærandi er liðið gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumfeð riðlakeppni Gullbikarsins. 14. júlí 2015 07:30
Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. 8. júlí 2015 07:48
Aron byrjaði inn á í sigri Bandaríkjanna Aron skoraði mark sem dæmt var af en dómurinn þótti vafasamur. 11. júlí 2015 11:04