Erlent

Nkurunziza endurkjörinn forseti Búrundi

Atli Ísleifsson skrifar
Pierre Nkurunziza mun sitja fimm ár til viðbótar.
Pierre Nkurunziza mun sitja fimm ár til viðbótar. Vísir/AFP
Pierre Nkurunziza hefur verið endurkjörinn forseti Afríkuríkisins Búrúndí en þetta verður þriðja kjörtímabíl hans.

Kjörstjórn landsins greindi frá þessu fyrr í dag.

Stjórnarandstaðan í landinu vill meina að stjórnarskrá landsins komi í veg fyrir að Nkurunziza geti setið lengur en tvö kjörtímabil. Þá hafi framboðið verið brot á friðarsamningi sem undirritaður var 2006 og batt enda á borgarastríð og fjöldamorð í landinu.

Í frétt Reuters kemur fram að Pierre Claver Ndayicariye, yfirmaður kjörstjórnar, hafi sagt Nkurunziza hafa hlotið 69,41 prósent atkvæða, en Agathon Rwasa, helsti andstæðingur Nkurunziza, tæp nítján prósent.

Kosningarnar fóru fram síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ákall leiðtoga annarra Afríkuríkja og Vesturvelda um að fresta þeim vegna mikils óstöðugleika í landinu.

Stjórnarandstæðingar höfðu áður sagst ætla að sniðganga kosningarnar, en nöfn frambjóðenda þeirra voru þó áfram hafðir með á kjörseðlinum.


Tengdar fréttir

Enn barist í Búrúndí

Hörð átök brutust úr í nótt og hefur forsetaskrifstofan lýst þeim sem hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×