Erlent

Enn barist í Búrúndí

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Pierre Nkurunziza.
Pierre Nkurunziza. vísir/afp
Allt er á suðupunkti í afríkuríkinu Búrúndí vegna ákvörðunar forsetans, Pierre Kkurunziza, að bjóða sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð, gegn stjórnarskrá landsins. Forsetinn hefur mætt mikilli andstöðu landsmanna, en kjörklefar voru þrátt fyrir það opnaðir klukkan sex að staðartíma í morgun.

Hörð átök brutust úr í nótt og hefur forsetaskrifstofan lýst þeim sem hryðjuverkum. Átök hafa staðið yfir í landinu í tæpa þrjá mánuði, eða allt frá því að forsetinn tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×