Erlent

Kosið þrátt fyrir sprengjuárásir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kalla þurfti út herlið til að tryggja öryggi á kjörstöðum í Búrúndí í gær.
Kalla þurfti út herlið til að tryggja öryggi á kjörstöðum í Búrúndí í gær. Nordicphotos/afp
Nokkrar tafir urðu á opnun kjörstaða í Búrúndí í gær sökum sprengjuárása. Kosið var til þings í landinu í gær en kosningarnar þykja umdeildar. Ríkisstjórn landsins neitaði að fresta kosningunum þvert á óskir alþjóðasamfélagsins en mikil óreiða ríkir nú í Búrúndí sökum framboðs sitjandi forseta til síns þriðja kjörtímabils, þvert á stjórnarskrá ríkisins.

Afríkusambandið hefur lýst því yfir að kosningarnar séu hvorki sanngjarnar né frjálsar og stangist á við samkomulag um lýðræði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×