Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2015 20:23 Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“ Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57