Erlent

Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Leiðtogarnar stöppuðu stálinu í Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands í kvöld.
Leiðtogarnar stöppuðu stálinu í Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands í kvöld. vísir/epa
Leiðtogar evrusvæðisins leita frekari staðfestingar á því að grískum stjórnvöldum sé full alvara með tillögum sínum sem þau lögðu fyrir Evrópusambandið í gær.

Fundi leiðtoganna í Brussel var frestað nú fyrir skömmu og verður þráðurinn tekinn upp að nýju í fyrramálið.

BBC greinir frá því að allt bendi til þess að lítið hafi áorkast á fundi kvöldsins og að margir leiðtoga evrusvæðisins séu mjög efins um að Grikkir fylgi eftir tillögum sínum til lausnar skuldavanda landsins.

Forsætisráðherra Möltu býst við löngum degi á morgun
Talið er að fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafi á fundinum í kvöld lagt fram kröfur umfram þær niðurskurðartillögur sem gríska þingið samþykkti í gærkvöldi. Þá er hávær orðrómur um að Finnar muni að óbreyttu ekki samþykkja nýtt neyðarlán til Grikkja en að ákvörðunin sé í höndum utanríkisráðherra landsins, Timo Soini. Hann situr á þing fyrir flokkinn Sannir Finnar sem gefur sig út fyrir að efast um aðild Finnlands að Evrópusambandinu. Þetta kom fram á vef finnska blaðsins Kauppalehti í kvöld en samkvæmt heimildum blaðsins er talið ólíklegt að Soini gangi að kröfum Grikkja. Hann hefur látið hafa eftir sér að slíkt myndi stríða gegn almennu siðferði, það væri „pýramídasvindl sem muni halda áfram svo lengi sem mjaltastelpan hefði peningakýr til að mjólka.“ Þó svo að Finnar gangi ekki að tillögunum verður að teljast ólíklegt að þeir geti komið í veg fyrir að lánið verði veitt að lokum – til þess hafi þeir ekki nógu mikil völd eða áhrif í atkvæðagreiðslunni sem mun að öllum líkindum fara fram um málið á fundi morgundagsins.

Tengdar fréttir

Tillögur Grikkja ræddar

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×