Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2015 20:23 Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“ Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila