Erlent

Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug

Heimir Már Pétursson skrifar
Cosby var yfirheyrður af lögreglu í fjóra daga á árunum 2005 og 2006.
Cosby var yfirheyrður af lögreglu í fjóra daga á árunum 2005 og 2006. Vísir/AFP

Bandaríski leikarinn Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu fyrir tíu árum að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því.

Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur um þúsund síðna vitnisburð hans undir höndum. Cosby var yfirheyrður í fjóra daga á árunum 2005 og 2006.

Blaðið segir vitnisburðinn varða konu sem starfaði við háskóla í Fíladelfíu og sakaði Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan og síðan nauðgað henni.

Fjölmargar konur hafa að undanförnu kært hinn 78 ára gamla leikara fyrir svipaðar sakir. Í vitnisburðinum viðurkennir Cosby að hafa orðið sér út um vöðvaslakandi lyf hjá lækni undir því yfirskyni að hann þjáðist að miklum bakverkjum.

Hann hafi hins vegar raunverulega ætlað að nota lyfin til að gefa konum þau með það fyrir augum að eiga kynlíf með þeim. Hann segir að þetta hafi verið svipað og að bjóða konum í glas og hann sé góður í að lesa í konur og hvort þær vilji eiga kynlíf með honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×