Erlent

Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu í dag.
Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu í dag. vísir/epa
Bresk yfirvöld hafa hvatt Breta sem staddir eru í Túnis til að yfirgefa landið þegar í stað og telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás í landinu. Þá hafa verið gefnar út viðvaranir til breskra ríkisborgara um að ferðast ekki til landsins.

Phillip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að þrátt fyrir að yfirvöld í Túnis hafi gripið til aukinna öryggisráðstafanna séu þær ekki fullnægjandi fyrir breska ferðamenn. Engar upplýsingar séu um að önnur árás sé í vændum en að hann telji það líklegt.

Þrjátíu Bretar biðu bana í árásum í Túnis í síðustu viku. Íslamska ríkið hefur lýst ábyrgð á voðaverkunum en árásirnar eru þær mannskæðustu þar í landi í mörg ár.


Tengdar fréttir

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×