Blóðbað íslamska ríkisins Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Francois Hollande lofaði slökkviliðsmann sem náði að yfirbuga hryðjuverkamanninn í ávarpi sem hann flutti eftir atburði gærdagsins. Forsetinn yfirgaf leiðtogafund ESB-ríkjanna í gær og hélt til Parísar. Fréttablaðið/EPA Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Röð hryðjuverka íslamskra öfgaafla reið yfir þrjár heimsálfur í gær. Höfuð fransks manns var stjaksett nærri borginni Grenoble, tugir létust á baðströnd í Túnis, moska í Kúveit var sprengd í loft upp og ráðist var á herstöð í Sómalíu. Öll þessi hryðjuverk hafa verið tengd Íslamska ríkinu á einn eða annan hátt. Íslamska ríkið hefur hvatt alla þá sem vettlingi geta valdið til að herða árásir sínar nú í heilagasta mánuði múslima, ramadan. Franska þjóðin er slegin óhug eftir atburði gærdagsins og minnast menn voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, ekki alls fyrir löngu.Föstudagsbænin Sjálfsmorðssprenging í Kúveit drap að minnsta kosti þrjátíu manns og særði á þriðja hundrað einstaklinga sem komu til föstudagsbæna í einni af stærstu moskum í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Fréttablaðið/EPAViðbúnaðarstig var sett á hæsta stig í Frakklandi í gær eftir að maður fannst afhöfðaður og tveir særðust í árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallevier, nálægt borginni Grenoble í suðausturhluta Frakklands. Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar og arabískur texti ritaður á höfuðið. François Hollande Frakklandsforseti sagði í gær þetta vera hryðjuverkaárás og að franska þjóðin myndi ekki gefa sig óttanum á vald og nú yrði öllum ljóst að svona hegðun yrði ekki látin viðgangast. Einn maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Sá heitir Yacine Sali og er 35 ára. Franska leyniþjónustan taldi hann vera í slagtogi með íslömskum öfgahreyfingum. Sá myrti var yfirmaður hans. Alls létust 28 og tugir eru særðir eftir hryðjuverkaárás á baðströnd í bænum Sousse í Túnis í gær. Er þetta mannskæðasta árás í Túnis síðan 22 einstaklingar voru teknir af lífi á safni í Túnisborg þann 18. mars síðastliðinn. Meirihluti þeirra sem féllu í árás öfgamannanna voru erlendir ferðamenn, flestir Evrópubúar.Blóðbað Sólbaðsstrandarferð í bænum Sousse í Túnis endaði með ósköpum þegar á þriðja tug ferðamanna á og við ströndina voru myrtir í blóðugri árás vígamanna í gær. Fréttablaðið/EPAÖryggissveitir drápu einn mann sem grunaður er um árásina. Dró hann hríðskotariffil undan sólhlíf á ströndinni og hóf skothríð á baðgesti strandarinnar. Í fyrra komu rúmlega sex milljónir ferðamanna til Túnis og um hálf milljón manna vinnur við ferðaþjónustu í landinu. Flugfélög aflýstu í gær ferðum sínum til Túnis vegna voðaverkanna og vinna nú að því að koma ferðamönnum, sem staddir eru í Túnis, til síns heima. Yfir þrjú þúsund Túnisar hafa gengið til liðs við íslamska ríkið síðan árið 2013. Atvinnuleysi meðal ungra karlmanna og erfiðar horfur í atvinnulífi Túnisa eru taldar vera meginorsök þess. Á sama tíma voru sjíamúslimar myrtir í mosku í Kúveit þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og tók 25 aðra með sér. Á þriðja hundruð manna særðust einnig í árásinni. Árásin átti sér stað á þeim tíma þegar um tvö þúsund manns komu til föstudagsbæna í austurhluta höfuðborgar Kúveit. Hryðjuverkahópur tengdur íslamska ríkinu hefur gengist við árásinni. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í mannskæðri skotárás hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab á herstöð í suðurhluta Sómalíu í dag. Ódæðisverkið var framið á þann hátt að bifreið var ekið að aðalhliði herstöðvarinnar þar sem hún sprakk og ruddi veginn fyrir vígamenn inn í herstöðina þar sem þeir skutu á allt sem á vegi þeirra varð. Sjónarvottar í bænum Leego sáu bifreiðar keyra um göturnar hlaðnar vopnum og líkum þeirra sem féllu í árásinni.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira