Erlent

Engar nýjar vísbendingar varðandi strokufangana

Samúel Karl Ólason skrifar
Að mestu fer leitin fram á skógi vöxnu svæði í kringum fangelsið.
Að mestu fer leitin fram á skógi vöxnu svæði í kringum fangelsið. Vísir/AFP
Engar nýjar vísbendingar hafa borist um strokufangana tvo sem flúðu úr hámarksöryggisfangelsi í New York. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni, en fangarnir David Sweat og Richerd Matt flúðu fyrir átta dögum síðan.

Þeir notuðu rafmagnsverkfæri til að komast út úr klefum sínum og þaðan fóru þeir í gegnum rör út í holræsakerfi við fangelsið. Þeir höfðu sett brúður undir rúm sín, sem plötuðu verði fangelsisins.

Samkvæmt AP fréttaveitunni eru íbúar nærri fangelsinu óttaslegnir. Þau óttast að þeir haldi til á svæðinu og gætu farið inn á heimili þeirra. Starfsmaður fangelsisins er nú í haldi lögreglu eftir að hafa orðið þeim út um verkfæri. Hún átti einnig að aka þeim frá fangelsinu en mætti ekki svo þeir þurftu að flýja á tveimur jafnfljótum. Joyce Mitchell neitar þó að hafa hjálpað þeim.

Að mestu fer leitin fram á skógi vöxnu svæði í kringum fangelsið, en um tíma var talið að þeir væru mögulega komnir til Vermont eða jafnvel til Kanada. Lögreglan segir að leitinni verði ekki hætt fyrr en mennirnir finnast.


Tengdar fréttir

Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×