Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 10:55 Dylann Storm Roof. Vísir/EPA Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur. Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur.
Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25
Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32