Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Dylann Storm Roof. Á jakka ódæðismannsins má sjá fána tveggja fyrrverandi aðskilnaðarríkja í Afríku. nordicphotos/AFP Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira