Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Dylann Storm Roof. Á jakka ódæðismannsins má sjá fána tveggja fyrrverandi aðskilnaðarríkja í Afríku. nordicphotos/AFP Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City. Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Rúmlega tvítugur maður myrti í fyrrakvöld níu manns, sex karla og þrjár konur, í kirkju í borginni Charleston í Suður-Karólínu. Lögreglan segir augljóst að kynþáttahatur hafi búið að baki. Morðinginn var hvítur en hin myrtu dökk á hörund. Kirkjan er ein af elstu kirkjum þeldökkra í Bandaríkjunum og á sér merkilega sögu. Meðal hinna látnu var prestur kirkjunnar, Clementa Pinckney, sem einnig var öldungadeildarþingmaður á ríkisþinginu í Suður-Karólínu. Átta manns létust á vettvangi en fjórir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og lést einn þeirra á sjúkrahúsi stuttu síðar. Árásarmaðurinn heitir Dylann Storm Roof og er 21 árs gamall. Að sögn Reuters-fréttastofunnar fékk hann byssu frá föður sínum í afmælisgjöf þegar hann varð 21 árs í apríl síðastliðnum. Hann flúði af vettvangi og hófst þegar viðamikil leit að honum. Lögreglan hafði svo hendur í hári hans tæpum sólarhring síðar í bænum Shelby, um það bil 300 kílómetrum austur af Charleston, rétt norðan landamæra Suður-Karólínu. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC ræddi við fólk sem lifði af skotárásina í kirkjunni. Það sagði Roof hafa komið inn í kirkjuna þegar fræðslufundur var að hefjast, spurt eftir prestinum og sest við hliðina á honum. Þegar fundinum lauk tók hann upp byssuna, stóð upp og tilkynnti að hann væri þangað kominn til að skjóta svart fólk, og hóf skothríð. Að sögn vitna hlóð hann byssuna fimm sinnum áður en hann hætti og yfirgaf kirkjuna. „Ég verð að gera þetta,“ segir viðmælandi NBC að Roof hafi sagt, þegar reynt var að fá hann ofan af því að skjóta fleiri. „Þið nauðgið konunum okkar og eruð að taka völdin í landinu. Og þið verðið að fara.“ Roof er sagður hafa verið rólyndispiltur en á Facebook-síðu hans er mynd af honum í jakka með fánamerkjum aðskilnaðarstjórnanna í Suður-Afríku og Ródesíu, sem nú heitir Simbabve. Athygli vekur að margir Facebook-vina hans eru þeldökkir. Kirkjan í Charleston er elsta kirkja Afrísku meþódistakirkjunnar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Hún var stofnuð árið 1791 af hópi svartra manna, bæði frjálsra og þræla. Kirkjan brann 95 árum síðar en var endurreist á 100 ára afmælinu, árið 1891.FJöldamorð á fárra vikna fresti Samkvæmt tölum frá Bandarísku alríkislögreglunni eru fjöldamorð með skotvopnum framin í Bandaríkjunum á fárra vikna fresti. Á árunum 2000 til 2013 voru 160 fjöldamorð framin í Bandaríkjunum, sem kostuðu rúmlega þúsund manns lífið. Tíðni fjöldamorða í Bandaríkjunum hefur hækkað, úr 6,4 á ári fyrstu sjö ár tímabilsins í 16,4 á ári seinni sjö árin. Flest fjöldamorðin hafa verið framin í verslunum eða verslunarmiðstöðvum, en næstflest í skólum. Að minnsta kosti tvisvar á síðustu árum hafa verið framin fjöldamorð í trúarhúsum: Í ágúst 2012 voru framin fjöldamorð í hofi síkha í Wisconsin, en í apríl 2014 í bænahúsi gyðinga í Kansas City.
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira