Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Selfoss 2-0 | Fylkir fer vel af stað Anton Ingi Leifsson á Fylkisvelli skrifar 14. maí 2015 16:30 Úr leiknum í dag. vísir/ernir Draumarmark Huldu Hrundar Arnardóttur og skalli Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur tryggðu Fylki 2-0 sigur á Selfoss í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna, en leikið var á Fylkisvelli í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Baráttan var fegurðinni ofar, en þessum liðum var spáð þriðja (Selfoss) og fimmta sæti deildarinnar (Fylki). Hulda Hrund og Berglind Björg skoruðu mörkin. Fyrri hálfleikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Báðum liðum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs, en bæði völlurinn og veðrið gerðu liðunum erfitt fyrir. Fylkisstúlkur voru þó ívið betri í upphafi, en þær skoruðu einmitt fyrsta markið á þréttandu mínútu. Hulda Hrund skoraði þá með draumaskoti af um þrjátíu metra færi eftir að hún hafði sjálf unnið boltann. Chante Sherese Sandiford var þó ekki vel staðsett í markinu, en við tökum ekkert af Huldu sem gerði þetta frábærlega. Hægt og rólega komust gestirnir frá Selfossi inn í leikinn. Þær fengu meðal annars tvær hornspyrnur í röð í tvígang og voru þær stórhættulegar. Guðmunda Brynja Óladóttir komst hægt og rólega inn í leikinn, en hún þurfti að sýna betri takta í síðari hálfleik sem og Summer Williams í fremstu víglínu. Staðan 1-0 fyrir Fylki í hálfleik í leik þar sem baráttan var ofar en gæðin. Í síðari hálfleik var leikurinn svipaður. Barningurinn í algleymingi, en fótboltinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Leikmenn þó reyndu meira og meira að spila boltanum, þá sérstaklega Fylkir, en færin var hægt að telja á annari hendi. Eins og í fyrri hálfleik komust þær Guðmunda Brynja og Summer ekki í takt við leikinn og munar um minna enda tveir frábærir leikmenn, en þær fengu ekki úr miklu að moða. Eva Lind Elíasdóttir fékk heldur betur tækifæri til þess að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, en nafna hennar í marki Fylkis, Eva Ýr, gerði frábærlega og varði. Það var nánast eina góða færið sem Selfoss fékk til þess að jafna metin. Fylkisliðið var afar vel skipulagt og gaf fá færi á sér. Berglind Björg Þorvalsdóttir gerði svo út um leikinn tuttugu mínútum fyrir leikslok, en hún skoraði markið eftir frábæra fyrirgjöf frá vinkonu sinni úr Kópavognum, Söndru Sif. Þar með var ballið búið í Árbænum. Fylkir nýtti sín færi í jöfnum leik og lokatölur 2-0 sigur Fylkis. Selma Sól Magnúsdóttir átti afar góðan leik fyrir Fylki, en hún spilaði á miðri miðjunni. Varnarleikurinn var afar traustur og Hulda Hrund átti góða spretti á kantinum og skoraði algjört draumamark. Berglind gerði vel í þau fáu skipti sem hún komst í boltann, en hefði þó átt að skora sitt annað mark þegar hún slapp ein í gegn undir lokin. Fylkir því komið með þrjú stig á töfluna. Afar góður sigur hjá þeim, en Selfoss var spáð þriðja sæti í spá fyrirliða og forráðamanna liðanna.Ólína: Allir leikirnir í þessari deild verða erfiðir „Þetta var draumabyrjun og frábært að sjá liðið smella svona saman í fyrsta leik," sagði Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í leikslok. „Við erum búin að fá fullt af nýjum leikmönnum. Hópurinn er að breikka og meiri samkeppni og það er ótrúlega gaman að sjá þetta smella í fyrsta leik." „Við gerðum nákvæmlega það sama og við lögðum upp með. Samvinnan og baráttan var númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur í dag." „Mér fannst í rauninni við alltaf vera með leikinn í hendi okkar. Við vorum að þétta liðið vel og ætluðum ekki að hleypa þeim bakvið okkur, en það var lagt upp með það sem tókst vel." „Í upphafi síðari hálfleiks fannst mér við vera smá óöruggar og þetta hefði getað brugðið til beggja vona, en svo settum við annað mark og kláruðum þetta." „Selfoss er með frábært lið. Þær eru með mjög marga sterka leikmenn í sínu liði, þá sérstaklega fram á við. Það var mjög sterkt varnarlega að vinna þennan leik." „Mér finnst allir leikmenn hafa verið mjög móttækilegir fyrir því sem Jöri og Þóra hafa lagt upp með og sinnt sínu hlutverki innan liðsins." „Þrjú stig eru alltaf sæt, sama á móti hvaða liði það er. Allir leikir í þessari deild verða erfiðir," sagði Ólína glaðbeitt að lokum.Gunnar: Það fór rosalega margt úrskeiðis „Úrskeiðis? Það var rosalega margt," voru fyrstu viðbrögð Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss, í leikslok. „Það heppnaðist ekkert hérna í dag og við mættum ekki andlega sterkar hér til leiks í dag." „Við erum búnar að vera með sama leikplan núna í þrjú ár. Við erum pressulið sem spilar hátt uppi á vellinum og spilum fast og erum að vinna boltann á hættulegum stöðum, en það var ekki á döfinni í dag." Í stöðunni 1-0 fékk Selfoss dauðafæri til þess að jafna metin, en Eva Ýr varði. Gunnar er þó ekki viss um að það hefði breytt leiknum. „Það hefði hugsalega breytt leiknum, ég veit það samt ekki. Fyrra markið sem þeir skora var gjöf af okkar hálfu og svo klúðruðum við einu til tveimur góðu færum." „Skiptingarnar voru góðar. Þær reyndu sitt besta og nokkrar stelpur voru að spila sinn fyrsta Pepsi-deildar leik." „Við töpuðum tveimur fyrstu leikjunum í fyrra, en það er óþarfi. Það er óþarfi að tapa þeim svona, en við töpum allaveganna með því að reyna. Við gáfumst bara upp í dag," sagði hundfúll Gunnar í leikslok.vísir/ernirvísir/ernir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Draumarmark Huldu Hrundar Arnardóttur og skalli Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur tryggðu Fylki 2-0 sigur á Selfoss í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna, en leikið var á Fylkisvelli í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Baráttan var fegurðinni ofar, en þessum liðum var spáð þriðja (Selfoss) og fimmta sæti deildarinnar (Fylki). Hulda Hrund og Berglind Björg skoruðu mörkin. Fyrri hálfleikurinn var alls ekki mikið fyrir augað. Báðum liðum gekk illa að halda boltanum innan síns liðs, en bæði völlurinn og veðrið gerðu liðunum erfitt fyrir. Fylkisstúlkur voru þó ívið betri í upphafi, en þær skoruðu einmitt fyrsta markið á þréttandu mínútu. Hulda Hrund skoraði þá með draumaskoti af um þrjátíu metra færi eftir að hún hafði sjálf unnið boltann. Chante Sherese Sandiford var þó ekki vel staðsett í markinu, en við tökum ekkert af Huldu sem gerði þetta frábærlega. Hægt og rólega komust gestirnir frá Selfossi inn í leikinn. Þær fengu meðal annars tvær hornspyrnur í röð í tvígang og voru þær stórhættulegar. Guðmunda Brynja Óladóttir komst hægt og rólega inn í leikinn, en hún þurfti að sýna betri takta í síðari hálfleik sem og Summer Williams í fremstu víglínu. Staðan 1-0 fyrir Fylki í hálfleik í leik þar sem baráttan var ofar en gæðin. Í síðari hálfleik var leikurinn svipaður. Barningurinn í algleymingi, en fótboltinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Leikmenn þó reyndu meira og meira að spila boltanum, þá sérstaklega Fylkir, en færin var hægt að telja á annari hendi. Eins og í fyrri hálfleik komust þær Guðmunda Brynja og Summer ekki í takt við leikinn og munar um minna enda tveir frábærir leikmenn, en þær fengu ekki úr miklu að moða. Eva Lind Elíasdóttir fékk heldur betur tækifæri til þess að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, en nafna hennar í marki Fylkis, Eva Ýr, gerði frábærlega og varði. Það var nánast eina góða færið sem Selfoss fékk til þess að jafna metin. Fylkisliðið var afar vel skipulagt og gaf fá færi á sér. Berglind Björg Þorvalsdóttir gerði svo út um leikinn tuttugu mínútum fyrir leikslok, en hún skoraði markið eftir frábæra fyrirgjöf frá vinkonu sinni úr Kópavognum, Söndru Sif. Þar með var ballið búið í Árbænum. Fylkir nýtti sín færi í jöfnum leik og lokatölur 2-0 sigur Fylkis. Selma Sól Magnúsdóttir átti afar góðan leik fyrir Fylki, en hún spilaði á miðri miðjunni. Varnarleikurinn var afar traustur og Hulda Hrund átti góða spretti á kantinum og skoraði algjört draumamark. Berglind gerði vel í þau fáu skipti sem hún komst í boltann, en hefði þó átt að skora sitt annað mark þegar hún slapp ein í gegn undir lokin. Fylkir því komið með þrjú stig á töfluna. Afar góður sigur hjá þeim, en Selfoss var spáð þriðja sæti í spá fyrirliða og forráðamanna liðanna.Ólína: Allir leikirnir í þessari deild verða erfiðir „Þetta var draumabyrjun og frábært að sjá liðið smella svona saman í fyrsta leik," sagði Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í leikslok. „Við erum búin að fá fullt af nýjum leikmönnum. Hópurinn er að breikka og meiri samkeppni og það er ótrúlega gaman að sjá þetta smella í fyrsta leik." „Við gerðum nákvæmlega það sama og við lögðum upp með. Samvinnan og baráttan var númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur í dag." „Mér fannst í rauninni við alltaf vera með leikinn í hendi okkar. Við vorum að þétta liðið vel og ætluðum ekki að hleypa þeim bakvið okkur, en það var lagt upp með það sem tókst vel." „Í upphafi síðari hálfleiks fannst mér við vera smá óöruggar og þetta hefði getað brugðið til beggja vona, en svo settum við annað mark og kláruðum þetta." „Selfoss er með frábært lið. Þær eru með mjög marga sterka leikmenn í sínu liði, þá sérstaklega fram á við. Það var mjög sterkt varnarlega að vinna þennan leik." „Mér finnst allir leikmenn hafa verið mjög móttækilegir fyrir því sem Jöri og Þóra hafa lagt upp með og sinnt sínu hlutverki innan liðsins." „Þrjú stig eru alltaf sæt, sama á móti hvaða liði það er. Allir leikir í þessari deild verða erfiðir," sagði Ólína glaðbeitt að lokum.Gunnar: Það fór rosalega margt úrskeiðis „Úrskeiðis? Það var rosalega margt," voru fyrstu viðbrögð Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss, í leikslok. „Það heppnaðist ekkert hérna í dag og við mættum ekki andlega sterkar hér til leiks í dag." „Við erum búnar að vera með sama leikplan núna í þrjú ár. Við erum pressulið sem spilar hátt uppi á vellinum og spilum fast og erum að vinna boltann á hættulegum stöðum, en það var ekki á döfinni í dag." Í stöðunni 1-0 fékk Selfoss dauðafæri til þess að jafna metin, en Eva Ýr varði. Gunnar er þó ekki viss um að það hefði breytt leiknum. „Það hefði hugsalega breytt leiknum, ég veit það samt ekki. Fyrra markið sem þeir skora var gjöf af okkar hálfu og svo klúðruðum við einu til tveimur góðu færum." „Skiptingarnar voru góðar. Þær reyndu sitt besta og nokkrar stelpur voru að spila sinn fyrsta Pepsi-deildar leik." „Við töpuðum tveimur fyrstu leikjunum í fyrra, en það er óþarfi. Það er óþarfi að tapa þeim svona, en við töpum allaveganna með því að reyna. Við gáfumst bara upp í dag," sagði hundfúll Gunnar í leikslok.vísir/ernirvísir/ernir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira