Íslenski boltinn

Ellert líkir línuverðinum við Stevie Wonder

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ellert skoraði tvö mörk sem dæmd voru af gegn Keflavík.
Ellert skoraði tvö mörk sem dæmd voru af gegn Keflavík. vísir/andri marinó
Leikmenn og stuðningsmenn Breiðabliks voru mjög ósáttir við dómgæsluna í leik liðsins gegn Keflavík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í gær.

Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1, en Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Blikum stig með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

Tvö mörk voru dæmd af Ellerti Hreinssyni, framherja Breiðabliks, í seinni hálfleik en í endursýningu sást að báðir dómarnir voru rangir.

Eftir leikinn birti Ellert mynd af hinum blinda tónlistarmanni Stevie Wonder á Twitter-síðu sinni og var þar augljóslega að vísa til axarskafta línuvarðarins sem dæmdi mörkin tvö af honum.

Myndina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×